Eigandi Sporthússins segir reksturinn ekki standa undir sér: „Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:26 Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum þann 13. janúar. VÍSIR Eigandi Sporthússins segir rýmkun á sóttvarnareglum hjálpa við að lágmarka tjónið sem líkamsræktarstöðvar hafa orðið fyrir. Reksturinn standi þó ekki undir sér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20