Fótbolti

Bayern kastaði frá sér tveggja marka for­ystu gegn Mönchengladbach og tapaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Christian Verheyen/Getty

Bayern Munchen tapaði 3-2 fyrir Borussia Mönchengladbach á útivelli í þýska boltanum í kvöld. Bayern komust í 2-0 forystu en glutruðu henni niður á tíu mínútna kafla.

Robert Lewandowski kom meisturunum yfir af vítapunktinum á tuttugustu mínútu en sex mínútum síðar tvöfaldaði Leon Göretzka muninn eftir stoðsendingu Leroy Sane.

Jonas Hofmann minnkaði muninn í 2-1 á 36. mínútu og í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Hofmann með sínu öðru marki. 2-2 í leikhléi.

Á fjórðu mínútu síðari hálfleiks fullkomnuðu heimamenn svo endurkomuna er Florian Neuhaus skoraði þriðja mark Mönchengladbach. Áður nefndur Hofmann lagði upp markið.

Lokatölur 3-2 en Mönchengladbach er í sjöunda sætinu með 24 stig. Bayern er á toppi deildarinnar með 33 stig en sjaldséð sjón að þeir tapi leikjum. Til að mynda töpuðu þeir einungis einum leik á öllu árinu 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×