„Hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 10:30 Árið 2021 mun fara af stað með hvelli hjá fjölmiðlamanninum Auðunni Blöndal en hann fór af stað með þættina Tónlistamennirnir okkar á Stöð 2 í gær, verður tveggja barna faðir síðar á árinu og önnur þáttaröðin af Eurogarðinum fer í loftið. Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira