Telur afstöðu ráðuneytisins í launamáli forstöðumanna ekki í samræmi við lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:57 Samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi ákveður fjármálaráðherra, sem nú er Bjarni Benediktsson, laun forstöðumanna. Vísir/vilhelm Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja tveimur forstöðumönnum um rökstuðning fyrir launaákvörðun var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða setts umboðsmanns Alþingis í áliti frá 30. desember sem birt var í dag. Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum. Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum.
Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira