2021 og hraðari orkuskipti Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2021 07:30 Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Umhverfismál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun