Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar 5. október 2025 12:01 Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun