Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar 4. október 2025 08:02 Áður en dánaraðstoð var lögleidd í Ástralíu höfðu margir áhyggjur af því að hún gæti haft neikvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila. Í meðfylgjandi grein, sem birtist árið 2024 í tímaritinu Health & Social Care in the Community, er fjallað um eigindlega rannsókn sem hafði það markmið að kanna reynslu fjölskyldumeðlima og umönnunaraðila af sorg og missi í tengslum við dánaraðstoð og bera hana saman við fræðilega umræðu um þessi málefni. Rannsóknin byggðist á 42 hálfopnum viðtölum við aðstandendur og umönnunaraðila í Viktoríu, fyrsta fylkinu í Ástralíu til að lögfesta dánaraðstoð. Niðurstöður gefa ekki ástæðu til að ætla að dánaraðstoð hafi neikvæð áhrif á aðstandendur og umönnunaraðila. Greining gagna sýndi fjögur meginþemu: 1. Gildi, merkingarsköpun og „góður dauði“ Það veitti aðstandendum huggun og tilgang að geta uppfyllt óskir hins látna og tryggt að dauðinn samræmdist lífssýn hans. Baráttan fyrir dánaraðstoð varð oft sameiginlegt verkefni hins látna og aðstandenda þar sem markmiðið var að deyja á eigin forsendum. Aðstandendur litu á beiðnina um dánaraðstoð sem tjáningu á sjálfræði, stjórn og reisn hins látna. Ótti við „slæman dauða“ ef dánaraðstoð væri ekki í boði var einnig mikilvægt stef í frásögnunum. Að vita að ástvinurinn gæti forðast sársauka og stjórnleysi og komið í veg fyrir að missa reisn veitti bæði honum og aðstandendum létti. Óttinn tengdist oft fyrri reynslu af erfiðum dauðdaga annarra. 2. Áframhaldandi tengsl Eftir andlátið urðu margir aðstandendur talsmenn dánaraðstoðar, miðluðu sögu ástvinarins og unnu gegn fordómum og leynd um málefnið. Þeir lýstu stolti yfir því hvernig hinn látni hefði tekist á við persónulegar og skrifræðisáskoranir og náð markmiði sínu. Endurminningar um ferlið, bæði gleðistundir og erfiðleika, veittu þeim tilgang og hjálpuðu til við að viðhalda tengslum við minningu hans. 3. Forsorg (e. anticipatory grief) Þátttakendur lýstu sérstakri gerð forsorgar í ljósi þess að nákvæmur tími, staður og orsök andlátsins voru fyrir fram ákveðin. Tilfinningarnar voru oft tvíbentar, óljósar og stundum óraunverulegar. Forsorgin gaf þó tækifæri til að kveðja formlega, skapa sameiginlegar minningar og eiga mikilvæg samtöl. Stundum voru haldnir sérstakir kveðjuviðburðir sem blönduðu gleði yfir lífinu og sorg vegna yfirvofandi andláts. Í sumum fjölskyldum reyndist hins vegar erfitt að ræða dánaraðstoð og dauðann, sérstaklega þar sem tengsl voru flókin eða erfið. Sumir forðuðust umræðuna til að vernda hinn deyjandi eða sjálfa sig, sem gerði forsorgina þyngri. 4. Umönnunarálag Aðstandendur stóðu frammi fyrir flóknum tilfinningalegum og siðferðilegum áskorunum við að styðja ástvin í gegnum ferlið. Sumir upplifðu sig í erfiðri stöðu gagnvart ákvörðuninni og eigin hlutverki við að aðstoða við töku lyfjanna sem leiddu til andláts. Vegna fordóma gagnvart dánaraðstoð var ferlið stundum falið, sem þýddi að aðstandendur gátu hvorki rætt málið né leitað stuðnings, þrátt fyrir að vita hvenær og hvernig andlátið myndi eiga sér stað. Skrifræðiskröfur um aðgang að lyfjunum voru einnig nefndar sem byrði, sérstaklega hjá þeim sem bjuggu í dreifbýli og þurftu að ferðast langar vegalengdir til viðtala og mats. Eftir andlátið fannst mörgum skorta sértæk úrræði og stuðning. Þótt sumir hefðu leitað í hefðbundna sorgarráðgjöf upplifðu þeir að fagfólk hefði ekki þekkingu eða þjálfun í dánaraðstoð og gæti því ekki brugðist nægilega vel við þessari einstöku reynslu. Heildarniðurstaða Þrátt fyrir upphaflegar áhyggjur virtist dánaraðstoð almennt hafa jákvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila, einkum vegna þess að hún dró úr þjáningu og skapaði tækifæri til að skipuleggja og kveðja. Ýmsar áskoranir komu fram sem tengjast þekkingu og viðhorfum til dánaraðstoðar og hafa áhrif á fjölskyldutengslin og forsorg. Höfundar leggja áherslu á þörfina fyrir sérhæfð úrræði s.s. fræðslu og stuðningskerfi sem taka mið af þessari einstöku reynslu til að tryggja að aðstandendur fái viðeigandi aðstoð í sorgarferlinu. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Áður en dánaraðstoð var lögleidd í Ástralíu höfðu margir áhyggjur af því að hún gæti haft neikvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila. Í meðfylgjandi grein, sem birtist árið 2024 í tímaritinu Health & Social Care in the Community, er fjallað um eigindlega rannsókn sem hafði það markmið að kanna reynslu fjölskyldumeðlima og umönnunaraðila af sorg og missi í tengslum við dánaraðstoð og bera hana saman við fræðilega umræðu um þessi málefni. Rannsóknin byggðist á 42 hálfopnum viðtölum við aðstandendur og umönnunaraðila í Viktoríu, fyrsta fylkinu í Ástralíu til að lögfesta dánaraðstoð. Niðurstöður gefa ekki ástæðu til að ætla að dánaraðstoð hafi neikvæð áhrif á aðstandendur og umönnunaraðila. Greining gagna sýndi fjögur meginþemu: 1. Gildi, merkingarsköpun og „góður dauði“ Það veitti aðstandendum huggun og tilgang að geta uppfyllt óskir hins látna og tryggt að dauðinn samræmdist lífssýn hans. Baráttan fyrir dánaraðstoð varð oft sameiginlegt verkefni hins látna og aðstandenda þar sem markmiðið var að deyja á eigin forsendum. Aðstandendur litu á beiðnina um dánaraðstoð sem tjáningu á sjálfræði, stjórn og reisn hins látna. Ótti við „slæman dauða“ ef dánaraðstoð væri ekki í boði var einnig mikilvægt stef í frásögnunum. Að vita að ástvinurinn gæti forðast sársauka og stjórnleysi og komið í veg fyrir að missa reisn veitti bæði honum og aðstandendum létti. Óttinn tengdist oft fyrri reynslu af erfiðum dauðdaga annarra. 2. Áframhaldandi tengsl Eftir andlátið urðu margir aðstandendur talsmenn dánaraðstoðar, miðluðu sögu ástvinarins og unnu gegn fordómum og leynd um málefnið. Þeir lýstu stolti yfir því hvernig hinn látni hefði tekist á við persónulegar og skrifræðisáskoranir og náð markmiði sínu. Endurminningar um ferlið, bæði gleðistundir og erfiðleika, veittu þeim tilgang og hjálpuðu til við að viðhalda tengslum við minningu hans. 3. Forsorg (e. anticipatory grief) Þátttakendur lýstu sérstakri gerð forsorgar í ljósi þess að nákvæmur tími, staður og orsök andlátsins voru fyrir fram ákveðin. Tilfinningarnar voru oft tvíbentar, óljósar og stundum óraunverulegar. Forsorgin gaf þó tækifæri til að kveðja formlega, skapa sameiginlegar minningar og eiga mikilvæg samtöl. Stundum voru haldnir sérstakir kveðjuviðburðir sem blönduðu gleði yfir lífinu og sorg vegna yfirvofandi andláts. Í sumum fjölskyldum reyndist hins vegar erfitt að ræða dánaraðstoð og dauðann, sérstaklega þar sem tengsl voru flókin eða erfið. Sumir forðuðust umræðuna til að vernda hinn deyjandi eða sjálfa sig, sem gerði forsorgina þyngri. 4. Umönnunarálag Aðstandendur stóðu frammi fyrir flóknum tilfinningalegum og siðferðilegum áskorunum við að styðja ástvin í gegnum ferlið. Sumir upplifðu sig í erfiðri stöðu gagnvart ákvörðuninni og eigin hlutverki við að aðstoða við töku lyfjanna sem leiddu til andláts. Vegna fordóma gagnvart dánaraðstoð var ferlið stundum falið, sem þýddi að aðstandendur gátu hvorki rætt málið né leitað stuðnings, þrátt fyrir að vita hvenær og hvernig andlátið myndi eiga sér stað. Skrifræðiskröfur um aðgang að lyfjunum voru einnig nefndar sem byrði, sérstaklega hjá þeim sem bjuggu í dreifbýli og þurftu að ferðast langar vegalengdir til viðtala og mats. Eftir andlátið fannst mörgum skorta sértæk úrræði og stuðning. Þótt sumir hefðu leitað í hefðbundna sorgarráðgjöf upplifðu þeir að fagfólk hefði ekki þekkingu eða þjálfun í dánaraðstoð og gæti því ekki brugðist nægilega vel við þessari einstöku reynslu. Heildarniðurstaða Þrátt fyrir upphaflegar áhyggjur virtist dánaraðstoð almennt hafa jákvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila, einkum vegna þess að hún dró úr þjáningu og skapaði tækifæri til að skipuleggja og kveðja. Ýmsar áskoranir komu fram sem tengjast þekkingu og viðhorfum til dánaraðstoðar og hafa áhrif á fjölskyldutengslin og forsorg. Höfundar leggja áherslu á þörfina fyrir sérhæfð úrræði s.s. fræðslu og stuðningskerfi sem taka mið af þessari einstöku reynslu til að tryggja að aðstandendur fái viðeigandi aðstoð í sorgarferlinu. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar