Smíðakennarinn sem var einu sinni stóner Gunnar Dan Wiium skrifar 12. janúar 2021 11:01 Ruglið Ég er fyrrum stóner. Byrjaði snemma að smóka. Líklega um 16 ára, það þótti allavega snemma í þá daga þó það þyki eflaust frekar normalt í dag. Og hvað er að vera stóner? Nú, jæja, ég reykti hass eða gras að staðaldri, misnotaði ég það? Veit ekki, kannski, líklega allt skilgreiningum háð. Ég allavega sór þess eið að gefa mig þessari drottningu á vald um leið og ég fann fyrir áhrifum THC á taugakerfi mitt. Það sama gerðist reyndar þegar mólukúlið alkahól streymdi um æðar mínar, eða þegar ég komst upp á lag með suður Ameríska töfraduftið Kokaín, og já, þegar ég fann mitt fyrsta Amfetamín russ, ég sór þess alltaf eið að halda fast í þessa tilfinningu, forever helst. Ég er alkóhólisti og fíkill. Hef líklega alltaf verið það. Mögulega mótast eitthvað af félagslegum aðstæðum en sannfærður er ég um að innra með mér sitja stafrænar truflanir sem gera mig extra mikið af öllu. Í dag er ég bláedrú af öllum gerviboðefnum ef svo má kalla. Búin að vera það nálægt fimm árum nú. Hvernig það gerðist og hvernig ég viðheld minni edrúmennsku er önnur saga og mögulega á hún ekkert erindi í svona orðasúpu. En ástæða þess að byrja þennan pistil á þennan hátt er að undirstrika þá staðreynd að ég bý yfir ákveðnu ofnæmi fyrir hugarfarsbreytandi efnum í nánast hvaða formi sem er. Ofnæmið lýsir sér þannig að um leið og ég fæ það inn í kerfið get ég ekki hætt nema að krassa allt í drasl og það ferli getur tekið frá nokkrum mánuðum yfir í nokkur ár. Ábyrgð Eitt að einkennum edrúmennsku minnar er aukin líkamsvitund, þá meina ég ekki aðeins skrokkinn heldur huglíkamann einnig. Allt tilfinningalífið, viðbrögðin mín, hugmyndir mínar og viðhorf, allt mitt hugarfar. Ég veit meira og finn meira af sjálfum mér. Ég hugsa um mig, tek ábyrgð. Borða hollt, hreyfi mig, drekk mikið vatn og ekki kaffi eftir kl 18 nema að það sé helgi og ég bjóði stjórnleysið velkomið með vöku til eitt, tvö. Það sem ég geri einnig er að ég tek vítamín og fæðubót. Ég tek multi vitamin, c,d,b. Ég tek magnesíum í vatn, Indverska Ashwaganda rót sem meðal annars passar upp á testósterónið mitt sem og styður taugakerfið á hátt ég get ekki útskýrt. Um helgar þegar ég vill sofa lengi tek ég stundum Valerian rót sem hefur róandi ábyrgð á mig á mjög greinilegan hátt. Lít ég á sem ég sé að neyta lyfja, eiturlyfja, fíkniefna? Svarið við því er nei. Ég lít á þessa efni sem fæðubót án aukaverkana, vímuáhrifa og fráhvarfs áhættu. Ég er edrú. Í þessu samhengi langar mig að koma loksins að því sem að þessi pistill átti alltaf að snúast um. CBD, undraefni, undra fæðubót. Um leið og ég frétti af hampolíu sem ekki kæmi mér vímu en hefði góð og heilandi áhrif á líkaman varð ég spenntur. Ég á þessum tíma hafði glímt við ýmislegt, ekkert alvarlegt en sumt var farið að valda mér verulegum óþægindum. Ég var edrú, hættur að reykja og í ágætis formi o.s.frv.. En ég var með króníska verki í mjóbaki, farin að finna fyrir verkjum í öðru hnénu og vöðvabólgu í öxlum. Ég var að upplifa litla gleði og sjálfsmildi, svaf ekki vel og meltingin var alltaf svolítið laus. Svo svona heilt yfir, alveg ágætur en nett hakk alltaf í gangi, nett hakk en ég lifði bara með því ástandið sem ég var að koma úr var langt verra í alla staði. CBD Innan taugalíkama okkar er kerfi sem kallast Endokannabínóðakerfið eða ECS. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar. Kerfið var uppgötvað af Tékkneskum vísindamanni 1992 í Ísrael. Við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi. En allt eru þetta þættir sem snúa að stuðningi við taugakerfið almennt. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og melting, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Svo í botn og grunn erum við að tala um fullkomið kerfi sem tekur á móti Kannabínóðum með opnum örmum. Eins og svo mörg önnur kerfi sem taka á móti allskonar vítamínum o.s.frv.. Ekkert öðruvísi, ekkert annað en fæðubót eða “tilskud” Bílastæðið og svartur Audi Nú komum við að þeim stað í lífi mínu þar sem ég er bókstaflega að drepast í mjóbakinu. Þessir verkir hirða frá mér boðefnin og ég var farin að upplifa þunglyndi og geðvonsku. Ég fór í sjósund, það hjálpaði, ég fór í nudd og það hjálpaði, tók verkjalyf það hjálpaði en allar þessar stoðir voru mjög skammvinnar. Ég fór til míns ágæta heimilislæknis sem bauð mér sterk lyfseðilsskyld verkjalyf sem og vöðvaslakandi. Ég afþakkaði það pent, fyrst og fremst sökum slæmra reynslu af þess konar lyfjum samhliða edrúmennsku. Ég sem sagt fer frá lækninum tómhentur og verkjaður. Þarna hringi ég í vin, vin sem hafði sagt mér frá heilunarkrafti CBD á stoðkerfið. Ég fer eftir leiðbeiningum hans og skrái mig á Íslenska sölusíðu á Facebook. 20 mínútum seinna stend ég á bílastæði bensínstöðvar í Borgartúninu með 16.000,- kall í vasanum. Ég hef staðið í þessum aðstæðum áður, beðið eftir dílernum eins og hann sé rokkstjarna. Dílerar koma alltaf seint, hef aldrei hitt stundvísan díler. En þeim er alltaf fyrirgefið því eru með stöffið. Seint um síðir mætir hann. „Líttu eftir stórum Audi með dökkar rúður og stórar álfelgur, hann mun ekki fara fram hjá þér.“ Þetta voru skilaboðin. Audíinn rennir inn á stæðið og út kemur steríótýpan af díler, tússaður fram fyrir ermar og upp fyrir hálsmál. Hann er meganice og fullur samkenndar hvað varðar CBD og THC-ið reyndar líka. Sagðist vera öryrki eftir slys og nú væri hann bara að redda sér. Greinilega með góðum árangri því bara blekið sem hann hafði sprautað í sig kostuðu nokkur mánaðarlaunin mín, talandi nú ekki um sendiráðslimmuna hann mætti á í snattið. Ég borga honum með seðlabúntinu og tek á móti lítilli flösku með áföstum dropateljara. Seðlarnir hverfa þarna ofan í svarthol svarts hagkerfis „never to be seen again“. Léttir og rýmið Ég fer aftur í vinnuna og tel ofan í mig dropana, 4 dropar undir tunguna af fullspec CBD olíu. Greinilega vönduð vara með allskonar vottunum og stimplum. Innihaldslýsing gaf allskonar í ljós meðal annars vissum prósentum af CBD ásamt 0.2 prósent THC. Þetta hræddi mig af margvíslegum ástæðum. Fyrst og fremst hræddist ég að möguleiki fyrir að leiðast út í fyrri neyslu væri til staðar. Ég hræddist að finna fyrir vímuáhrifum. Ég hræddist álit annarra hvort sem var innan fjölskyldu minnar eða innan þess 12 spora samfélags ég tilheyri. Ég hélt þessu leyndu fyrir fólki. Fannst það mjög óþægilegt, ég kann alveg að leyna fyrir fólki, búin að gera það í mörg ár. En það er ekki ókeypis, það tekur toll, það kostar. En til baka, ég dropa undir tunguna 4 stykki eins og leiðbeiningarnar sögðu. Aftur um kvöldið og fór svo í koju. Morguninn eftir vaknaði ég og verkirnir sem höfðu ágerst síðustu mánuði voru horfnir. Ég fann fyrir rosalegri þreytu og var aumur en ekki verkjaður. Það var eins og einhver spenna sem ég náði ekki að slökkva á væri losnuð. Eins og hnútur hefði afhnútast. Ég hélt áfram að taka olíuna kvölds og morgna með góðum árangri. Ég fann hvernig ég fór allur að réttast af líkamlega. Það var eins og ég hefði meira pláss að innan, eins og ég væri laus við bólgur og vesen. Skapið breyttist í kjölfarið. Fór að brosa meira, hegðun mín og hugsun fór einkennast meir af sjálfsmildi. Ég fór að sofa betur og meltingin varð mun betri. Það var greinilegt að CBD olían var að gera eitthvað fyrir mig sem engin fæðubót hafði áður. Ég fann engin áhrif í formi hugarfarsbreytinga eins og að vera í vímu. Ég fann engin fráhvörf ef ég tók pásur. Sem sagt allt jákvætt fyrir utan innkaupsverðið sem er frá 10-20.000 krónur flaskan. Svona flaska dugir manni í 1-2 mánuði. Mér fannst það ógeðslega dýrt og leiðirnar sem ég þurfti að fara til að redda mér olíunni voru mér heldur ekki að skapi. Þetta var verulega að trufla mig og mér fannst eins og það væri verið að hafa mig af fífli. Þá af stjórnvöldum sem í asnaskap, vissum einkahagsmunum og fordómum almennt flokka CBD sem lyfjaefni í stað matvöru eða fæðubótar, en einnig af þessum einstaklingum sem stóðu í að smygla og díla og víla undir yfirborðinu. Ekkert frábrugðið þeim hreyfingum sem amfetamínið, kókaínið, e-pillurnar og allt þetta drasl fer í gegnum. Ræktun Í vor 2020 var innflutningur og sala á fræjum Iðnaðarhamps gerð lögleg. Við sem sagt máttum allt í einu samkvæmt lögum kaupa fræ á löglegan hátt, gróðursetja, rækta, uppskera. Það þýðir, að uppskeru lokinni megum við þurrka og vinna stönglana að vild. Við getum úr trefjum stönglana búið til steypu, plast, einangrun, pappír, textíl og bókstaflega ótal margt fleira. Eftir að stönglar eru teknir og unnir eftir löglegum leiðum stöndum við eftir með blóm og blöð. Þau megum við þurrka, við megum framleiða te úr hráhampinum, við megum drekka hampinn sem te meðal annars en aðeins ef Kannabíóðarnir ekki eru vaktir, eða virkjaðir í gegnum hita. Sem sagt um leið og ég baka hráhampinn, blöð og blóm þá gerist ég lögbrjótur. Ef ég innbyrði bakaðan hamp, hvort sem í smoothi eða undir hefðbundinni tedrykkju gerist ég lögbrjótur. Svona standa málin að svo stöddu. En mér misbýður þessi forræðishyggja sem er sem keyrð af fordómum og vissum einkahagsmunum. Því miðað við alla þá kvilla sem notkun CBD virðist vinna bug á mun lögleiðing CBD hafa gríðarleg áhrif á lyfjaiðnaðinn. Við erum í raun að tala um fá svið lyfjaiðnaðarins sem ekki mundu finna fyrir því á einhverju leiti. Það var í þessum “misboðning” að ég tók ákvörðun að gróðursetja og rækta um 200 hundruð plöntur af Iðnaðarhamp í garðinum hjá mér í sumar. Fræin voru Finola fræ sem henta víst vel fyrir norðlægar slóðir. 3 mánuðum eftir gróðursetningu voru þessar plöntur orðnar um 160 cm háar og fullar af blómum og blöðum. Ég var mjög stoltur með sjálfan mig þegar ég stóð uppi með 200 grömm af ofnbökuðum blöðum og blómum hér í haust. Kolólögleg framleiðsla hér í Rauðagerðinu en mér var misboðið og tilbúin að taka hvaða afleiðingum sem er. Afleiðingin af þessari ræktun minni er að ég drekk 3-4 te bolla af CBD hampi 3-4 sinnum í viku. Tedrykkjan hefur slakandi áhrif á mig. Verkir í baki eru nánast horfnir, kemur fyrir ef ég er undir of miklu álagi. Ég er rýmri að innan, þá líkamlega sem og að það er rýmra í hugarfari mínu, vitundinni. Ég er svo í skýjunum yfir þessu öllu saman. Ég sé fyrir mér framtíð þar sem hampurinn mun gera okkur sjálfbærari á öllum sviðum. Næsta ræktunar tímabil sem hefst í lok Apríl hef ég hug á að planta á 100m2 í plægðri mold ásamt sænska kokkinum. Uppskeran verður handleikin í kærleik og gefin í kærleik til þeirra sem vilja. Það er mikil áhugi og forvitni í kringum mig. Ég reyni að svara spurningum eftir bestu getu og ef ég ekki hef svarið reyni ég að leiðbeina fólki í réttar áttir. Eins og er liggur hundurinn grafinn hjá Lyfjastofnun sem flokkar CBD sem lyfjaefni í stað fæðubótar. Forsenda þeirrar flokkunar er sú að í tveim lyfseðilsskyldum lyfjum, Satvex og Epidiolex er uppistaðan Kannabíóðar. Þessi lyf eru gefin út á Íslandi í örfáum skömmtum við MS, Dravet syndrome og Lennox-Gastaut syndrome. Þið þarna ákvörðunarfólk! Dragið nú hausinn úr myrkrinu og hættið þessu rugli. Ef þið viljið stuðla að sameiginlegri velferð og bættri lýðheilsu þá gerið CBD fæðubótarefni aðgengilegt fyrir okkur fólkið. Höfundur er mannvinur og starfar sem smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Fíkn Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ruglið Ég er fyrrum stóner. Byrjaði snemma að smóka. Líklega um 16 ára, það þótti allavega snemma í þá daga þó það þyki eflaust frekar normalt í dag. Og hvað er að vera stóner? Nú, jæja, ég reykti hass eða gras að staðaldri, misnotaði ég það? Veit ekki, kannski, líklega allt skilgreiningum háð. Ég allavega sór þess eið að gefa mig þessari drottningu á vald um leið og ég fann fyrir áhrifum THC á taugakerfi mitt. Það sama gerðist reyndar þegar mólukúlið alkahól streymdi um æðar mínar, eða þegar ég komst upp á lag með suður Ameríska töfraduftið Kokaín, og já, þegar ég fann mitt fyrsta Amfetamín russ, ég sór þess alltaf eið að halda fast í þessa tilfinningu, forever helst. Ég er alkóhólisti og fíkill. Hef líklega alltaf verið það. Mögulega mótast eitthvað af félagslegum aðstæðum en sannfærður er ég um að innra með mér sitja stafrænar truflanir sem gera mig extra mikið af öllu. Í dag er ég bláedrú af öllum gerviboðefnum ef svo má kalla. Búin að vera það nálægt fimm árum nú. Hvernig það gerðist og hvernig ég viðheld minni edrúmennsku er önnur saga og mögulega á hún ekkert erindi í svona orðasúpu. En ástæða þess að byrja þennan pistil á þennan hátt er að undirstrika þá staðreynd að ég bý yfir ákveðnu ofnæmi fyrir hugarfarsbreytandi efnum í nánast hvaða formi sem er. Ofnæmið lýsir sér þannig að um leið og ég fæ það inn í kerfið get ég ekki hætt nema að krassa allt í drasl og það ferli getur tekið frá nokkrum mánuðum yfir í nokkur ár. Ábyrgð Eitt að einkennum edrúmennsku minnar er aukin líkamsvitund, þá meina ég ekki aðeins skrokkinn heldur huglíkamann einnig. Allt tilfinningalífið, viðbrögðin mín, hugmyndir mínar og viðhorf, allt mitt hugarfar. Ég veit meira og finn meira af sjálfum mér. Ég hugsa um mig, tek ábyrgð. Borða hollt, hreyfi mig, drekk mikið vatn og ekki kaffi eftir kl 18 nema að það sé helgi og ég bjóði stjórnleysið velkomið með vöku til eitt, tvö. Það sem ég geri einnig er að ég tek vítamín og fæðubót. Ég tek multi vitamin, c,d,b. Ég tek magnesíum í vatn, Indverska Ashwaganda rót sem meðal annars passar upp á testósterónið mitt sem og styður taugakerfið á hátt ég get ekki útskýrt. Um helgar þegar ég vill sofa lengi tek ég stundum Valerian rót sem hefur róandi ábyrgð á mig á mjög greinilegan hátt. Lít ég á sem ég sé að neyta lyfja, eiturlyfja, fíkniefna? Svarið við því er nei. Ég lít á þessa efni sem fæðubót án aukaverkana, vímuáhrifa og fráhvarfs áhættu. Ég er edrú. Í þessu samhengi langar mig að koma loksins að því sem að þessi pistill átti alltaf að snúast um. CBD, undraefni, undra fæðubót. Um leið og ég frétti af hampolíu sem ekki kæmi mér vímu en hefði góð og heilandi áhrif á líkaman varð ég spenntur. Ég á þessum tíma hafði glímt við ýmislegt, ekkert alvarlegt en sumt var farið að valda mér verulegum óþægindum. Ég var edrú, hættur að reykja og í ágætis formi o.s.frv.. En ég var með króníska verki í mjóbaki, farin að finna fyrir verkjum í öðru hnénu og vöðvabólgu í öxlum. Ég var að upplifa litla gleði og sjálfsmildi, svaf ekki vel og meltingin var alltaf svolítið laus. Svo svona heilt yfir, alveg ágætur en nett hakk alltaf í gangi, nett hakk en ég lifði bara með því ástandið sem ég var að koma úr var langt verra í alla staði. CBD Innan taugalíkama okkar er kerfi sem kallast Endokannabínóðakerfið eða ECS. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar. Kerfið var uppgötvað af Tékkneskum vísindamanni 1992 í Ísrael. Við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi. En allt eru þetta þættir sem snúa að stuðningi við taugakerfið almennt. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og melting, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Svo í botn og grunn erum við að tala um fullkomið kerfi sem tekur á móti Kannabínóðum með opnum örmum. Eins og svo mörg önnur kerfi sem taka á móti allskonar vítamínum o.s.frv.. Ekkert öðruvísi, ekkert annað en fæðubót eða “tilskud” Bílastæðið og svartur Audi Nú komum við að þeim stað í lífi mínu þar sem ég er bókstaflega að drepast í mjóbakinu. Þessir verkir hirða frá mér boðefnin og ég var farin að upplifa þunglyndi og geðvonsku. Ég fór í sjósund, það hjálpaði, ég fór í nudd og það hjálpaði, tók verkjalyf það hjálpaði en allar þessar stoðir voru mjög skammvinnar. Ég fór til míns ágæta heimilislæknis sem bauð mér sterk lyfseðilsskyld verkjalyf sem og vöðvaslakandi. Ég afþakkaði það pent, fyrst og fremst sökum slæmra reynslu af þess konar lyfjum samhliða edrúmennsku. Ég sem sagt fer frá lækninum tómhentur og verkjaður. Þarna hringi ég í vin, vin sem hafði sagt mér frá heilunarkrafti CBD á stoðkerfið. Ég fer eftir leiðbeiningum hans og skrái mig á Íslenska sölusíðu á Facebook. 20 mínútum seinna stend ég á bílastæði bensínstöðvar í Borgartúninu með 16.000,- kall í vasanum. Ég hef staðið í þessum aðstæðum áður, beðið eftir dílernum eins og hann sé rokkstjarna. Dílerar koma alltaf seint, hef aldrei hitt stundvísan díler. En þeim er alltaf fyrirgefið því eru með stöffið. Seint um síðir mætir hann. „Líttu eftir stórum Audi með dökkar rúður og stórar álfelgur, hann mun ekki fara fram hjá þér.“ Þetta voru skilaboðin. Audíinn rennir inn á stæðið og út kemur steríótýpan af díler, tússaður fram fyrir ermar og upp fyrir hálsmál. Hann er meganice og fullur samkenndar hvað varðar CBD og THC-ið reyndar líka. Sagðist vera öryrki eftir slys og nú væri hann bara að redda sér. Greinilega með góðum árangri því bara blekið sem hann hafði sprautað í sig kostuðu nokkur mánaðarlaunin mín, talandi nú ekki um sendiráðslimmuna hann mætti á í snattið. Ég borga honum með seðlabúntinu og tek á móti lítilli flösku með áföstum dropateljara. Seðlarnir hverfa þarna ofan í svarthol svarts hagkerfis „never to be seen again“. Léttir og rýmið Ég fer aftur í vinnuna og tel ofan í mig dropana, 4 dropar undir tunguna af fullspec CBD olíu. Greinilega vönduð vara með allskonar vottunum og stimplum. Innihaldslýsing gaf allskonar í ljós meðal annars vissum prósentum af CBD ásamt 0.2 prósent THC. Þetta hræddi mig af margvíslegum ástæðum. Fyrst og fremst hræddist ég að möguleiki fyrir að leiðast út í fyrri neyslu væri til staðar. Ég hræddist að finna fyrir vímuáhrifum. Ég hræddist álit annarra hvort sem var innan fjölskyldu minnar eða innan þess 12 spora samfélags ég tilheyri. Ég hélt þessu leyndu fyrir fólki. Fannst það mjög óþægilegt, ég kann alveg að leyna fyrir fólki, búin að gera það í mörg ár. En það er ekki ókeypis, það tekur toll, það kostar. En til baka, ég dropa undir tunguna 4 stykki eins og leiðbeiningarnar sögðu. Aftur um kvöldið og fór svo í koju. Morguninn eftir vaknaði ég og verkirnir sem höfðu ágerst síðustu mánuði voru horfnir. Ég fann fyrir rosalegri þreytu og var aumur en ekki verkjaður. Það var eins og einhver spenna sem ég náði ekki að slökkva á væri losnuð. Eins og hnútur hefði afhnútast. Ég hélt áfram að taka olíuna kvölds og morgna með góðum árangri. Ég fann hvernig ég fór allur að réttast af líkamlega. Það var eins og ég hefði meira pláss að innan, eins og ég væri laus við bólgur og vesen. Skapið breyttist í kjölfarið. Fór að brosa meira, hegðun mín og hugsun fór einkennast meir af sjálfsmildi. Ég fór að sofa betur og meltingin varð mun betri. Það var greinilegt að CBD olían var að gera eitthvað fyrir mig sem engin fæðubót hafði áður. Ég fann engin áhrif í formi hugarfarsbreytinga eins og að vera í vímu. Ég fann engin fráhvörf ef ég tók pásur. Sem sagt allt jákvætt fyrir utan innkaupsverðið sem er frá 10-20.000 krónur flaskan. Svona flaska dugir manni í 1-2 mánuði. Mér fannst það ógeðslega dýrt og leiðirnar sem ég þurfti að fara til að redda mér olíunni voru mér heldur ekki að skapi. Þetta var verulega að trufla mig og mér fannst eins og það væri verið að hafa mig af fífli. Þá af stjórnvöldum sem í asnaskap, vissum einkahagsmunum og fordómum almennt flokka CBD sem lyfjaefni í stað matvöru eða fæðubótar, en einnig af þessum einstaklingum sem stóðu í að smygla og díla og víla undir yfirborðinu. Ekkert frábrugðið þeim hreyfingum sem amfetamínið, kókaínið, e-pillurnar og allt þetta drasl fer í gegnum. Ræktun Í vor 2020 var innflutningur og sala á fræjum Iðnaðarhamps gerð lögleg. Við sem sagt máttum allt í einu samkvæmt lögum kaupa fræ á löglegan hátt, gróðursetja, rækta, uppskera. Það þýðir, að uppskeru lokinni megum við þurrka og vinna stönglana að vild. Við getum úr trefjum stönglana búið til steypu, plast, einangrun, pappír, textíl og bókstaflega ótal margt fleira. Eftir að stönglar eru teknir og unnir eftir löglegum leiðum stöndum við eftir með blóm og blöð. Þau megum við þurrka, við megum framleiða te úr hráhampinum, við megum drekka hampinn sem te meðal annars en aðeins ef Kannabíóðarnir ekki eru vaktir, eða virkjaðir í gegnum hita. Sem sagt um leið og ég baka hráhampinn, blöð og blóm þá gerist ég lögbrjótur. Ef ég innbyrði bakaðan hamp, hvort sem í smoothi eða undir hefðbundinni tedrykkju gerist ég lögbrjótur. Svona standa málin að svo stöddu. En mér misbýður þessi forræðishyggja sem er sem keyrð af fordómum og vissum einkahagsmunum. Því miðað við alla þá kvilla sem notkun CBD virðist vinna bug á mun lögleiðing CBD hafa gríðarleg áhrif á lyfjaiðnaðinn. Við erum í raun að tala um fá svið lyfjaiðnaðarins sem ekki mundu finna fyrir því á einhverju leiti. Það var í þessum “misboðning” að ég tók ákvörðun að gróðursetja og rækta um 200 hundruð plöntur af Iðnaðarhamp í garðinum hjá mér í sumar. Fræin voru Finola fræ sem henta víst vel fyrir norðlægar slóðir. 3 mánuðum eftir gróðursetningu voru þessar plöntur orðnar um 160 cm háar og fullar af blómum og blöðum. Ég var mjög stoltur með sjálfan mig þegar ég stóð uppi með 200 grömm af ofnbökuðum blöðum og blómum hér í haust. Kolólögleg framleiðsla hér í Rauðagerðinu en mér var misboðið og tilbúin að taka hvaða afleiðingum sem er. Afleiðingin af þessari ræktun minni er að ég drekk 3-4 te bolla af CBD hampi 3-4 sinnum í viku. Tedrykkjan hefur slakandi áhrif á mig. Verkir í baki eru nánast horfnir, kemur fyrir ef ég er undir of miklu álagi. Ég er rýmri að innan, þá líkamlega sem og að það er rýmra í hugarfari mínu, vitundinni. Ég er svo í skýjunum yfir þessu öllu saman. Ég sé fyrir mér framtíð þar sem hampurinn mun gera okkur sjálfbærari á öllum sviðum. Næsta ræktunar tímabil sem hefst í lok Apríl hef ég hug á að planta á 100m2 í plægðri mold ásamt sænska kokkinum. Uppskeran verður handleikin í kærleik og gefin í kærleik til þeirra sem vilja. Það er mikil áhugi og forvitni í kringum mig. Ég reyni að svara spurningum eftir bestu getu og ef ég ekki hef svarið reyni ég að leiðbeina fólki í réttar áttir. Eins og er liggur hundurinn grafinn hjá Lyfjastofnun sem flokkar CBD sem lyfjaefni í stað fæðubótar. Forsenda þeirrar flokkunar er sú að í tveim lyfseðilsskyldum lyfjum, Satvex og Epidiolex er uppistaðan Kannabíóðar. Þessi lyf eru gefin út á Íslandi í örfáum skömmtum við MS, Dravet syndrome og Lennox-Gastaut syndrome. Þið þarna ákvörðunarfólk! Dragið nú hausinn úr myrkrinu og hættið þessu rugli. Ef þið viljið stuðla að sameiginlegri velferð og bættri lýðheilsu þá gerið CBD fæðubótarefni aðgengilegt fyrir okkur fólkið. Höfundur er mannvinur og starfar sem smíðakennari.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun