Krefjast rannsóknar á rýmingu: „Þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 15:57 Loftmynd sem tekin var í desember sýnir þá eyðileggingu sem aurskriðurnar skildu eftir sig. Vísir/Egill Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir kröfu um að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar á Seyðisfirði fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla á bæinn. Að sögn hennar er mikið verk nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga á svæðinu. Sérstaklega þurfi að skoða hvar ábyrgð á ákvörðunum um rýmingar liggi. „Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði,“ segir í bókun heimastjórnarinnar. Mikið tjón varð vegna aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember en engin slys urðu á fólki. Hreinsunarstarf stendur enn yfir og er hættustig almannavarna áfram í gildi á svæðinu. Vilja allsherjarendurskoðun Heimastjórn Seyðisfjarðar kallar eftir endurskoðun á öllu vinnulagi við ákvarðanatöku við óvissu- og hamfaraaðstæður eins voru í aðdraganda aurskriðanna þann 18. desember. Samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu en hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu. „Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til,“ segir í fundargerð en RÚV greindi fyrst frá málinu. Kallar heimastjórnin eftir viðbrögðum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sveitastjórn Múlaþings, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni og sveitarstjórnarráðuneytinu. Tjón á bilinu einn til tveir milljarðar króna Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Stjórnvöld hyggjast greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna en talið er að kostnaðurinn gæti numið allt að 600 milljónum. Áætlað er að heildartjón á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum króna hið minnsta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. 5. janúar 2021 13:41 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Að sögn hennar er mikið verk nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga á svæðinu. Sérstaklega þurfi að skoða hvar ábyrgð á ákvörðunum um rýmingar liggi. „Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði,“ segir í bókun heimastjórnarinnar. Mikið tjón varð vegna aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember en engin slys urðu á fólki. Hreinsunarstarf stendur enn yfir og er hættustig almannavarna áfram í gildi á svæðinu. Vilja allsherjarendurskoðun Heimastjórn Seyðisfjarðar kallar eftir endurskoðun á öllu vinnulagi við ákvarðanatöku við óvissu- og hamfaraaðstæður eins voru í aðdraganda aurskriðanna þann 18. desember. Samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu en hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu. „Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til,“ segir í fundargerð en RÚV greindi fyrst frá málinu. Kallar heimastjórnin eftir viðbrögðum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sveitastjórn Múlaþings, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni og sveitarstjórnarráðuneytinu. Tjón á bilinu einn til tveir milljarðar króna Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Stjórnvöld hyggjast greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna en talið er að kostnaðurinn gæti numið allt að 600 milljónum. Áætlað er að heildartjón á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum króna hið minnsta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. 5. janúar 2021 13:41 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. 5. janúar 2021 13:41
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40