Handbolti

Norður-Makedónía tekur sæti Tékk­lands á HM í hand­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kiril Lazarov og landar hans koma í stað Tékka á HM í handbolta.
Kiril Lazarov og landar hans koma í stað Tékka á HM í handbolta. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni.

HM í handbolta hefst í Egyptalandi á morgun en nú fyrir skömmu var tilkynnt að Tékkland gæti ekki tekið þátt í mótinu þar sem sautján af 21 leikmanni liðsins hefðu greinst með kórónuveiruna.

Norður-Makedónía var fyrst á lista varaþjóða ef eitthvað kæmi upp á og nú hefur verið staðfest að landið tekur þátt á HM í stað Tékklands. Er flugvél með Kiril Lazarov og félaga í landsliði N-Makedóníu að leggja af stað frá höfuðborg landsins til Kaíró í Egyptalandi í þessum skrifuðu orðum.

Norður-Makedónía kemur inn í G-riðil ásamt Síle, heimamönnum í Egyptalandi og Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×