Ýmir og Elvar Örn eru bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 19:15 Frá æfingu Íslands í dag. Ýmir Örn nýbúinn með upphitunarstigann. HSÍ Ymir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru nokkuð brattir í viðtali fyrir brottför íslenska landsliðsins til Egyptalands þar sem HM í handbolta fer fram. Báðir hafa mikla trú á íslenska liðinu og telja að Ísland geti staðið með sóma. Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11