Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:14 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira