Erlingur ætti að pakka í tösku Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Erlingur Richardsson hefur stýrt Hollandi frá árinu 2017 og framlengdi samning sinn nýverið til ársins 2022. EPA/OLE MARTIN WOLD Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18