Stjórnun í fjarvinnu Tinni Jóhannesson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar