Bitcoinæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 11:37 Frosti hefur nú elt Kjartan í það sem hann kallar kanínuholu; að vera heltekinn af Bitcoin. Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin. Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið. „Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi. Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju. Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað. Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð. „Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti. Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin. Harmageddon Markaðir Rafmyntir Íslenska krónan Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið. „Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi. Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju. Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað. Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð. „Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti. Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin.
Harmageddon Markaðir Rafmyntir Íslenska krónan Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira