Ásmundur á mölina Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 16:17 Flokkarnir eru nú í óða önn að skipuleggja framboðslista sína fyrir komandi kosningar. Framsóknarflokkurinn er þar engin undantekning. Nú rétt í þessu var Ásmundur Einar að tilkynna að hann vilji bjóða sig fram en hann hyggst færa sig um kjördæmi; úr Norðvesturkjördæmi í Reykjavík norður. Af orðum hans má ráða að frágengið sé að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni einnig bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira