Greta Thunberg heiðruð á sænsku frímerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 21:36 Eins manns mótmæli Gretu gegn loftslagsbreytingum urðu að alheimshreyfingu og hefur Greta meðal annars verið nefnd einstaklingur ársins af Time og tvívegis verið tilnefnd til Nóbelsverðlaunanna. epa/PostNord Teikning af aðgerðasinnanum Gretu Thunberg prýðir nú sænskt frímerki. Um er að ræða viðurkenningu til handa Thunberg, fyrir viðleitni hennar til að „varðveita einstaka náttúru Svíþjóðar fyrir komandi kynslóðir.“ Á frímerkinu sést Greta, í gulu regnkápunni sinni og með fléttu í hárinu, standa á klettabrún en svölur fljúga yfir. Frímerkið er eitt í röð merkja með teikningum eftir Henning Trollbäck en röðin ber yfirskriftina „Verðmæt náttúra“. Á sumum merkjanna má finna þau markmið sem sænsk stjórnvöld hafa sett í umhverfismálum en önnur, sem ætluð eru á bréf innanlands, sýna fjöll, skóga og plöntur. Á frímerkjum sem ætluð eru á sendingar innan Evrópu er að finna mynd af hakakörtu í útrýmingarhættu. „Það gleður okkur að Greta, og nokkrar teikningar af mikilvægum náttúrufyrirbrigðum, skuli prýða frímerkin okkar,“ hefur Guardian eftir Kristinu Olafsdottur hjá PostNord. „Þessar náttúruminjar eru afar mikilvægar og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að varðveita þær.“ Sænska póstþjónustan hefur áður valið að prýða frímerkin sín með myndum af öðrum þekktum Svíum, meðal annars Astrid Lindgre, knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovi ć og tónlistarmanninum Avicii. Thunberg varð 18 ára á dögunum og sagði af því tilefni að hún væri hætt að fljúga og „neyta hluta“ en sagðist ekki dæma aðra sem væru ekki jafn umhverfisvænir. „Ég er ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Þegar þú ert mikið að tala um þetta en gerir ekki eins og þú segir þá er hætt við því að þú kallir á gagnrýn og að þú sért ekki tekin alvarlega.“ Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Á frímerkinu sést Greta, í gulu regnkápunni sinni og með fléttu í hárinu, standa á klettabrún en svölur fljúga yfir. Frímerkið er eitt í röð merkja með teikningum eftir Henning Trollbäck en röðin ber yfirskriftina „Verðmæt náttúra“. Á sumum merkjanna má finna þau markmið sem sænsk stjórnvöld hafa sett í umhverfismálum en önnur, sem ætluð eru á bréf innanlands, sýna fjöll, skóga og plöntur. Á frímerkjum sem ætluð eru á sendingar innan Evrópu er að finna mynd af hakakörtu í útrýmingarhættu. „Það gleður okkur að Greta, og nokkrar teikningar af mikilvægum náttúrufyrirbrigðum, skuli prýða frímerkin okkar,“ hefur Guardian eftir Kristinu Olafsdottur hjá PostNord. „Þessar náttúruminjar eru afar mikilvægar og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að varðveita þær.“ Sænska póstþjónustan hefur áður valið að prýða frímerkin sín með myndum af öðrum þekktum Svíum, meðal annars Astrid Lindgre, knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovi ć og tónlistarmanninum Avicii. Thunberg varð 18 ára á dögunum og sagði af því tilefni að hún væri hætt að fljúga og „neyta hluta“ en sagðist ekki dæma aðra sem væru ekki jafn umhverfisvænir. „Ég er ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Þegar þú ert mikið að tala um þetta en gerir ekki eins og þú segir þá er hætt við því að þú kallir á gagnrýn og að þú sért ekki tekin alvarlega.“
Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira