Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur verið lokað.
Þetta kemur fram í uppfærðri fréttatilkynningu frá spítalanum. Þar segir jafnframt að líklegt sé að hópur starfsfólks sem verði skimaður fyrir kórónuveirunni verði aðeins smærri en áætlað var í fyrstu; um tuttugu manns en ekki þrjátíu.
Um þrjátíu sjúklingar verða einnig skimaðir og er von á niðurstöðum úr þessum skimunum um klukkan þrjú í dag.
Að því er segir í tilkynningu spítalans eru skimanirnar og lokun deildarinnar varúðarráðstafanir í öryggisskyni.