Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun, en höfuðstöðvar fjármálafyrirtækisins GAMMA, dótturfélags Kviku, voru þar áður til húsa. Í fréttinni segir ekki ljóst hvaða starfsemi verði nú í húsinu, en gengið var frá kaupunum í desember.
Húsið var reist árið 1939 og er Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hússins, sem er 680 fermetrar með sextán herbergjum. Var það byggt í fúnkisstíl og reist á sínum tíma fyrir Magnús Víglundsson athafnamann.
GAMMA birti fyrir fimm árum síðan myndband þar sem stiklað er á stóru í sögu hússins. Sjá má myndbandið að neðan.
GAMMA - Saga hússins from GAMMA on Vimeo.