Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út.
Inda Björk Alexandersdóttir, segir á Facebook að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Annar nemandi sé handleggsbrotinn eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar.
Einn piltur var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í dag og tveimur hefur verið sleppt vegna árásarinnar. Sex voru fluttir á slysadeild en enginn mun hafa særst alvarlega.
Sjá einnig: Einn í gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Borgarholtsskóla en tveir lausir úr haldi
Í samtali við Vísi segir Inda að syni sínum, sem hafi verið fórnarlamb árásarinnar, hafi verið vikið tímabundið úr skólanum og að mál hans verði svo tekið fyrir þar. Henni hafi borist tölvupóstur um það um fimm leytið í dag.
„Það virðist vera sem að menn geti komið vopnaðir inn í skólann, lamið nemendur skólans blóðuga, og svo er þolendunum vikið úr skólanum ef hann ver sig. Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði hún.
Tilefni facebookfærslu Indu var að árétta að málið tengist ekki fíkniefnaskuld eða slíku á nokkurn hátt. Hún segir ummæli og vangaveltur um slíkt ekki réttar.
„Ég bið ykkur að róa ykkur í að dæma það sem þarna fór fram, þetta er svakalega erfitt. Ég bendi á að synir mínir voru ekki leiddir burtu frá hvorki skóla né bráðamóttöku í járnum, þeir eru með stöðu þolenda í þessu máli,“ skrifaði hún.
Mér þykir leitt að þurfa að setja inn þessa færslu hérna. Ég ætlaði ekki að tjá mig um þetta hér á fésbókinni en ...
Posted by Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir on Thursday, 14 January 2021