Píratar kalla eftir nýjum frambjóðendum Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 19:37 Helgi Hrafn Gunnlaugsson, sem ætlar ekki að bjóða sig fram á ný, segir Pírata vera grasrótarhreyfingu. Ekki þingflokk. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að framboðslistar Pírata í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosninarnar í september liggi fyrir um miðjan mars. Auglýst hefur verið eftir frambjóðendum sem hafa nú rúman mánuð til að gefa kost á sér. Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38
Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02