Darri Freyr: Okkur finnst allt of hratt farið Árni Jóhannsson skrifar 14. janúar 2021 21:50 „Já þetta er ógeðslega leiðinlegt en við verðum bara að horfa í það að þetta var í rétta átt,“ sagði þjálfari KR strax eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastól í háspennuleik í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira
Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira