Í A-riðli unnu Ungverjar sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum, lokatölur 34-27. Ungverjar eru því í 2. sæti á eftir Þjóðverjum.
Í B-riðli vann Pólland nauman tveggja marka sigur á Túnis, 30-28. Leikurinn var í járnum nær allan tímann og var það rétt undir lok leiks sem Pólverjar náðu forystu og tryggðu sér stigin tvö. Þar með náðu þeir einnig toppsæti riðilsins eftir óvænt jafntefli Spánar og Brasilíu fyrr í dag.
Þá unnu Danir 14 marka sigur á Barein í D-riðli. Sigurinn var aldrei í hættu og munurinn orðinn níu mörk í hálfleik. Mathias Gidsel var langmarkahæstur Danmerkur með 10 mörk.
Seven goals in 30 minutes see Mathias Gidsel stand out as Denmark take a 19:10 lead into the break vs Bahrain #Egypt2021 pic.twitter.com/fdBNuRqT2q
— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021