Erlent

Rann­saka hvort þing­­menn hafi að­­stoðað á­rásar­mennina

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi fólks kom saman við þinghúsið þann 6. janúar til að mótmæla staðfestingu á sigri Joes Biden í forsetakosningunum. Æstum múg tókst að brjóta sér leið inn í þinghúsið.
Fjöldi fólks kom saman við þinghúsið þann 6. janúar til að mótmæla staðfestingu á sigri Joes Biden í forsetakosningunum. Æstum múg tókst að brjóta sér leið inn í þinghúsið. Lev Radin/Pacific Press/LightRocket via Getty

Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn.

Frá þessu greinir New York Times og greinir frá því að yfir 30 þingmenn hafi lýst áhyggjum sínum af því að kollegar þeirra hafi veitt einhverjum úr röðum herskárra stuðningsmanna forsetans leiðsögn um þinghúsið fyrir árásina.

Tilurð rannsóknarinnar er sú að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, skipaði í gær Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu vegna árásar múgsins í síðustu viku.

Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Getty/Stefani Reynolds

Pelosi hefur þá sagt að ef í ljós kemur að einhverjir fulltrúadeildarþingmenn Repúblikana hafi aðstoðað stuðningsmenn Trumps við að komast inn í og um þinghúsið yrði þeim refsað.

Hún hafi verið í sambandi við hermálaráðherra Bandaríkjanna og yfirmann leyniþjónustunnar til þess að tryggja að atburðir síðustu viku myndu ekki endurtaka sig þann 20. janúar næstkomandi, þegar Joe Biden sver embættiseið og tekur við embætti forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×