Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 09:30 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október síðastliðnum. Hafþór Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm sýktust af kórónuveirunni um borð í frystitogaranum í október síðastliðnum. Skipstjórinn, Sveinn Geir Arnarsson, játaði sök þegar mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag. Var honum gert að greiða 750 þúsund króna sekt og sæta sviptingu skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ „Að því gefnu að upplýsingar félagsins séu réttar er allur vafi tekinn af varðandi réttarstöðu þeirra skipverja sem staðið hafa í veikindum í veiðiferðinni og í kjölfar hennar, en útgerð er ábyrg fyrir ákvörðunum skipstjóra valdist skaði af. Heilsufar flestra skipverja hefur sem betur fer verið að þokast til betri vegar, en þeir sem enn glíma við veikindi eru nú í vissu um að þeir haldi launum til jafns við það sem þeir hefðu haft væru þeir vinnufærir og heilir heilsu,“ segir í yfirlýsingu VerkVest. Skipverjar undrandi á refsingunni Þá segir í yfirlýsingu að skipverjar sem hafi haft samband við verkalýðsfélagið séu undrandi á að hafa gengið í gegnum tímabil þar sem þeir töldu lífi sínu og heilsu ógnað, „og sjá svo að refsingin sem skipstjórinn er dæmdur til sé ekki ólík refsingu fyrir samlokustuld í Krónunni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig tæpt á því að sú þjáning sem skipstjórinn hefur orðið fyrir „vegna sinna mistaka, ekki ásetningsbrots, heldur mistaka og dómgreindarleysis,“ sé minna í sviðsljósinu. Telur verkalýðsfélagið að í málinu hafi allir tapað og er það von félagsins að íslenskir sjómenn þurfi aldrei að upplifa annað slíkt mál um ókomna tíð. „Nú er liðið vel á þriðja mánuð frá því þessari örlagaríku veiðiferð lauk og þrátt fyrir batnandi heilsu flestra skipverja á það ekki við um alla, en of snemmt er að segja til um hvort allir nái fullri heilsu á ný. Allir sem að málinu koma gera sitt besta til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur, en ekki er hægt að líta fram hjá því að hvorki er um slys né veikindi af eðlilegum orsökum að ræða.“ Þá segir að rangar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi valdið skipverjum alvarlegum skaða. Samfélagslegur kostnaður vegna þess sé nú þegar orðinn gríðarlegur, sem og fjárhagsskaði útgerðarinnar. Álitshnekkir fyrir svæðið verði ekki metnir til fjár. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm sýktust af kórónuveirunni um borð í frystitogaranum í október síðastliðnum. Skipstjórinn, Sveinn Geir Arnarsson, játaði sök þegar mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag. Var honum gert að greiða 750 þúsund króna sekt og sæta sviptingu skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ „Að því gefnu að upplýsingar félagsins séu réttar er allur vafi tekinn af varðandi réttarstöðu þeirra skipverja sem staðið hafa í veikindum í veiðiferðinni og í kjölfar hennar, en útgerð er ábyrg fyrir ákvörðunum skipstjóra valdist skaði af. Heilsufar flestra skipverja hefur sem betur fer verið að þokast til betri vegar, en þeir sem enn glíma við veikindi eru nú í vissu um að þeir haldi launum til jafns við það sem þeir hefðu haft væru þeir vinnufærir og heilir heilsu,“ segir í yfirlýsingu VerkVest. Skipverjar undrandi á refsingunni Þá segir í yfirlýsingu að skipverjar sem hafi haft samband við verkalýðsfélagið séu undrandi á að hafa gengið í gegnum tímabil þar sem þeir töldu lífi sínu og heilsu ógnað, „og sjá svo að refsingin sem skipstjórinn er dæmdur til sé ekki ólík refsingu fyrir samlokustuld í Krónunni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig tæpt á því að sú þjáning sem skipstjórinn hefur orðið fyrir „vegna sinna mistaka, ekki ásetningsbrots, heldur mistaka og dómgreindarleysis,“ sé minna í sviðsljósinu. Telur verkalýðsfélagið að í málinu hafi allir tapað og er það von félagsins að íslenskir sjómenn þurfi aldrei að upplifa annað slíkt mál um ókomna tíð. „Nú er liðið vel á þriðja mánuð frá því þessari örlagaríku veiðiferð lauk og þrátt fyrir batnandi heilsu flestra skipverja á það ekki við um alla, en of snemmt er að segja til um hvort allir nái fullri heilsu á ný. Allir sem að málinu koma gera sitt besta til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur, en ekki er hægt að líta fram hjá því að hvorki er um slys né veikindi af eðlilegum orsökum að ræða.“ Þá segir að rangar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi valdið skipverjum alvarlegum skaða. Samfélagslegur kostnaður vegna þess sé nú þegar orðinn gríðarlegur, sem og fjárhagsskaði útgerðarinnar. Álitshnekkir fyrir svæðið verði ekki metnir til fjár.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira