„Þetta var gaman frá fyrstu mínútu. Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn,“ sagði Björgvin um sigurs kvöldsins í viðtali við RÚV.
„Það er alltaf gaman þegar maður hefur ekki spilað lengi. Finnst ég kominn í form og svo er fátt skemmtilegra en að spila fyrir íslenska landsliðið,“ bætti hann við.
Varðandi sóknarleik Íslands í kvöld
„Ég vill meina að ég spili líka með sókninni líka, skot yfir völlinn og sendingar á Bjarka Má,“ sagði,“ Björgvin Páll um sóknarleik Íslands en eins og áður sagði skoraði hann mark ásamt því að verja fjölda skota.
„Við vorum í góðu flæði allan leikinn, vorum gíraðir eftir mjög erfiða leiki gegn Portúgal. Við höfum lent í vandræðum í byrjun leiks og vissum hvað myndi gerast ef við værum ekki klárir,“ sagði Björgvin Páll að lokum.