Um kvikmyndanám á háskólastigi Hópur kvikmyndagerðarmanna skrifar 19. janúar 2021 06:00 Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði. Skýrslan frá 2012 Árið 2012 lét þáverandi Menntamálaráðherra gera úttekt á stöðu kvikmyndamenntunar á Íslandi. Settur var saman stýrihópur erlendra og innlendra sérfræðinga sem hafði það hlutverk að móta heildstæða stefnu um kvikmyndanám í landinu og skilaði hópurinn af sér skýrslu þetta sama ár. Niðurstaða skýrslunnar var meðal annars sú að mjög brýnt væri að koma á fót kvikmyndadeild á háskólastigi sem legði ríka áherslu á frásögn og listræna þætti kvikmyndagerðar. Slíkri deild yrði best fyrirkomið innan veggja Listaháskóla Íslands. Þar væru allir innviðir til staðar til að reka nám á háskólastigi auk þess sem kvikmyndadeild myndi ýta undir samstarfsmöguleika við aðrar listrgreinar innan skólans. Þegar skýrslan kom út tóku margir í faginu henni fagnandi enda boðaði hún rökrétta leið til þess að takast á við það sem lengi hafði verið ábótavant varðandi kvikmyndamenntun í landinu. Fimm ár líða og ekkert gerist Árið 2017 furðuðu sig margir á að liðin væru fimm ár frá því að skýrslan kom út og enn hefði ekkert verið aðhafst í málinu. Kvikmyndamenntun á Íslandi var enn á sama stað og fimm árum áður. Í kjölfarið hófst samtal milli kvikmyndagerðarfólks um mikilvægi þess að hrinda hugmyndum skýrslunnar frá 2012 í framkvæmd - enda hefur kvikmyndanám á háskólastigi mikla þýðingu fyrir vöxt, framþróun og endurnýjun innan greinarinnar. Þá sætir það furðu margra að hér á landi sé boðið uppá háskólanám í öllum listgreinum nema kvikmyndagerð. Margir spyrja sig hvernig það megi vera þegar kvikmyndagerð er jafnstór listgrein hér á landi og raun ber vitni? Enda er kvikmyndamenntun á Íslandi langt á eftir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Haft var samband við Rektor LHÍ og varð strax ljóst að þar var mikill áhugi á að koma á fót kvikmyndadeild við skólann - enda höfðu slíkar hugmyndir lengi verið í deiglunni. Hópur kvikmyndagerðarfólks tók sig saman og skrifaði bréf þar sem skorað var á stjórnvöld að aðhafast í málinu og veita auknu fé til menntamála á sviði kvikmyndagerðar. Undir bréfið skrifuðu rúmlega 50 málsmetandi aðilar úr faginu sem sýndi fram á hversu víðtækan stuðning málið hafði innan geirans. Rétt er að halda því til haga að þessu ákalli var alls ekki beint til höfuðs Kvikmyndaskóla Íslands eða því starfi sem þar hefur verið unnið heldur var lagt til að stofnuð yrði ný deild sem byggði á annarri nálgun en þeirri sem KVÍ byggir sitt nám á. Í skýrslunni frá 2012 er lagt til að deildin við LHÍ ætti að vera lítil deild sem mikil samkeppni ríkti um og legði höfuðáherslu á listræna þætti kvikmyndagerðar. En eins og undirskriftirnar bera vott um telur yfirgnæfandi meirihluti áhrifafólks úr faginu að mikil þörf sé á slíkri deild. 2019: Fjármagni veitt til LHÍ Hæstvirtur Menntamálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir brást frábærlega við þessum áskorunum og veitti um 30 milljónum til LHÍ árið 2019 til þess að þróa og undirbúa kvikmyndadeild við skólann. Þar var samstundis hafist handa. Verkefnastjóri var ráðinn til starfa, settur var saman ráðgjafahópur sem samanstóð af sérfræðingum á sviði menntamála og kvikmyndagerðar, þá voru viðtöl tekin við yfir sjötíu aðila úr faginu auk þess sem komið var á dýrmætum tengslum við kvikmyndaskóla í nágrannalöndunum. Hafin var þróun á námsáætlun sem byggði á fagþekkingu og reynslu innlendra og erlendra aðila og miðuðu allar áætlanir að því að kennsla myndi hefjast haustið 2021. Þessari vinnu er nú lokið og hefur ítarlegri skýrslu um hana verið skilað til Menntamálaráðuneytisins. Kvikmyndastefna til 2030 Á sama tíma og fjármagni var veitt til LHÍ til að þróa undirbúning háskólanáms lét Hæstvirtur Menntamálaráðherra setja saman verkefnahóp til þess að móta stefnu stjórnvalda í málefnum kvikmyndagerðar til næstu tíu ára. Hópurinn var samsettur af fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs og er þetta í fyrsta sinn sem slík stefna er sett fram. Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld skuli setja fram heildstæða stefnu þar sem vel ígrundaðar tillögur eru kynntar um hvernig megi efla vöxt greinarinnar til langs tíma. Stefnan inniheldur fimm meginmarkmið og fjallar eitt þeirra um menntun á sviði kvikmyndagerðar en þar kemur meðal annars fram að koma eigi á fót námi í kvikmyndagerð á háskólastigi. Hins vegar kemur hvergi fram hvar reka eigi námið þótt talað sé um að stefnt sé að því að hefja kennslu haustið 2021. Nú er árið 2021 runnið upp og enn hafa engin svör fengist um hvort, hvar eða hvenær kennsla skuli hefjast. Tveir ólíkir kostir Eins og áður hefur komið fram var hugmyndunum um kvikmyndadeild við LHÍ aldrei beint gegn tilvist Kvikmyndaskóla Íslands. KVÍ hefur vissulega leikið ákveðið hlutverk við þróun kvikmyndamenntunar í landinu en hins vegar er sú stofnun í eðli sínu ekki til þess fallin að sinna þeirri tegund kvikmyndanáms á háskólastigi sem mikill meirihluti fagaðila styður og sérfræðingar stýrihópsins sem gerðu skýrsluna 2012 mæltu með. Einkum og sérílagi vegna þess að KVÍ er fyrirtæki í einkaeigu sem byggir afkomu sína á tekjum í formi skólagjalda og verður þar af leiðandi að ná til mun breiðari hóps nemenda en sú deild sem er í bígerð við LHÍ. Hugmyndin er að við LHÍ - sem er sjálfseignarstofnun sem ríkið stofnaði til - verði boðið uppá nám í lykilstöðum greinarinnar, s.s. leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippingu og yrðu fjórir nemendur teknir inn á hvert svið. Tekið yrði inn í námið tvö ár í röð en þriðja árinu sleppt. Heildarfjöldi nemenda yrði því á bilinu 36 - 40 á hverjum tíma. Við Kvikmyndaskóla Íslands eru 120 nemendur á fjórum sviðum þar sem nemendur eru teknir inn tvisvar á ári. Það gefur því auga leið að um deildina við LHÍ myndi ríkja mun meiri samkeppni og meiri forkröfur yrðu gerðar til nemenda. Nú viljum við alls ekki gera lítið úr nemendum KVÍ eða því starfi sem þar hefur verið unnið en eftir því sem minna hlutfall umsækjenda er tekið inn í nám, hljóta gæði nemenda að aukast. Einnig vegur þungt að hingað til hefur það ekki verið stefna stjórnvalda að fjölga háskólum í landinu frekar og því er erfitt að sjá fyrir sér að KVÍ fái slíka viðurkenningu. Eðlilegast er því að stofna kvikmyndadeild á háskólastigi innan LHÍ; viðurkenndrar háskólastofnunar sem stenst öll þau gæðaviðmið sem háskólar á Íslandi þurfa að standast. Þessar tvær stofnanir geta báðar vel þrifist, haft jákvæð áhrif hvor á aðra um leið og þær sinna ólíkum hlutverkum sínum. KVÍ á framhaldsskólastigi og LHÍ á háskólastigi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að í umræðu síðustu daga hefur komið fram að stjórnendur KVÍ hefðu leitað til LHÍ með það fyrir augum að nemendur KVÍ lykju tveimur árum á framhaldsskólastigi en tækju svo eitt ár við LHÍ á háskólastigi og brautskráðust þaðan með B.A. gráðu. Fyrirspurnin var tekin fyrir og samkvæmt sérfræðiáliti lögfræðings Menntamálaráðuneytisins og með vísan í handbók um gæði náms á háskólastigi var sú leið ekki fær þar sem hún samræmist ekki skilgreiningum á háskólanámi og kröfum sem til þess eru gerðar. Ekki er hægt að útskrifa nemendur með B.A. gráðu eftir að þeir hafi lokið tveggja ára námi á framhaldsskólastigi og einungis einu á háskólastigi. Stjórnendur KVÍ hafa útlistað sínar hugmyndir um nám á háskólastigi í fjölmiðlum á undanförnum misserum. Þeir hafa fullyrt að þeir ætli sér á háskólastig í samvinnu við Háskóla Íslands þar sem nemendum KVÍ gefst kostur á að taka þau tvö ár sem eru í boði við KVÍ og bæta svo við sig þriðja árinu með áföngum við H.Í. og útskrifast þannig með B.A. gráðu. Áhugavert væri að vita hvort þessar hugmyndir standast mat lögfræðinga Menntamálaráðuneytisins sem vísað er í hér að ofan og einnig hvort gagnkvæmur áhugi sé á slíku samstarfi innan H.Í.? Þess má geta í þessu sambandi að stjórnendur HÍ áttu frumkvæði að því að undirrita viljayfirlýsingu um samstarf við LHÍ fyrir skömmu. Þá er stjórnendum KVÍ tíðrætt um hversu margir fyrrum nemendur koma að kvikmyndaverkefnum á Íslandi. Það er frábært að fyrrum nemendur skuli skila sér útí bransann og þess hafa mörg okkar notið góðs af í okkar verkefnum. Hins vegar, sé litið til hversu margir fyrrum nemenda KVÍ eru í listrænum lykilstöðum innan kvikmyndaverkefna, kemur í ljós að það er aðeins brotabrot af þeim fjölda sem skólinn útskrifar. Þessi tölfræði ýtir enn frekar undir þörfina á lítilli deild sem býr til kvikmyndahöfunda eða þá aðila sem koma að stórum listrænum og/eða framleiðslulegum ákvörðunum innan kvikmyndaverkefna. Ekki tæki, heldur hugmyndir Á Íslandi eigum við fólk sem hefur menntað sig í bestu kvikmyndaskólum heims og flutt þá þekkingu með sér heim til Íslands. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið í gríðarlega mikilli sókn síðastliðinn áratug þannig að eftir því hefur verið tekið víðsvegar um heiminn. Þótt bakgrunnur kvikmyndagerðarfólks sé misjafn - og nám í kvikmyndaskóla sé engin ávísun á velgengni - þá er margt af því fólki sem best hefur gengið á alþjóðlegum vettvangi, fólk sem hefur farið utan og sótt sér bestu menntun sem völ er. Á Íslandi höfum við ekki sambærilegt nám og býðst erlendis. Þar erum við langt á eftir. Ef hlutirnir væru í lagi eins og staðan er nú, þá væri ekki verið að kalla eftir þessum breytingum. Það væri sorglegt ef stjórnvöld fylgdu ekki eftir þeim meðbyr sem kvikmyndadeild á háskólastigi við LHÍ hefur meðal mikils meirihluta fagaðila auk þess sem sú fjárfesting sem þegar hefur verið ráðist í við LHÍ yrði að engu. Kjarninn í kvikmyndadeild á háskólastigi á ekki að vera tækjabúnaður eða húsnæði - heldur hlýtur kjarni og slagkraftur slíkrar deildar að vera byggður á hugviti. Ari Kristinsson, kvikmyndagerðarmaður Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Ágúst Guðmundsson, leikstjóri hjá ÍsfilmÁsdís Thoroddsen, leikstjóri Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Anna Þóra Steinþórsdóttir, klippari, framleiðandi og leikstjóri Árni Ólafur Ásgeirsson, handritshöfundur og leikstjóri Baldvin Kári Sveinbjörnsson, framleiðandi Baldvin Z, leikstjóri og framleiðandi hjá Glass River Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi hjá RVK Studios Benedikt Erlingsson, handritshöfundur og leikstjóri Bergsteinn Björgúlfsson, ÍKS, formaður félags íslenskra kvikmyndatökustjóra Björn Þór Vilhjálmsson, greinarformaður kvikmyndafræða við H.Í. Börkur Sigþórsson, handritshöfundur og leikstjóri Dögg Mósesdóttir, varaformaður WIFT á Íslandi Elísabet Ronaldsdóttir, klippari Grímar Jónsson, framleiðandi hjá Netop Films Grímur Hákonarson, handritshöfundur og leikstjóri Guðný Halldórsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, handritshöfundur og leikstjóri Halldór Þorgeirsson, framleiðandi hjá Kvikmyndafélaginu Umba Helga Rakel Rafnsdóttir, framleiðandi, leikstjóri og fv. formaður WIFT á Íslandi Hlynur Pálmason, handritshöfundur og leikstjóri Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar Ingvar E. Sigurðsson, leikari Ísold Uggadóttir, handritshöfundur og leikstjóri Janus Bragi Jakobsson, leikstjóri heimildamynda Jóna Finnsdóttir, framleiðandi og fv. Deildarforseti hjá Kvikmyndaskóla Íslands Jóhann Ævar Grímsson, þróunarstjóri hjá Saga film Jonathan Devaney, yfirkennari Kvikmyndatækni við Tækniskólann Jörundur Arnarson, forstjóri Reykjavik IO og fv. Deildarforseti hjá KVÍ Kristín Jóhannesdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Magnús Viðar Sigurðsson, framleiðandi hjá RVK Studios Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Saga film Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda- og handritshöfunda Marteinn Þórsson, handritshöfundur og leikstjóri Nanna Kristín Magnúsdóttir, handritshöfundur, leikkona og leikstjóri Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundur og ráðgjafi hjá RÚV Óskar Þór Axelsson, handritshöfundur og leikstjóri Óskar Jónasson, handritshöfundur og leikstjóri Ragnar Bragason, handritshöfundur og leikstjóri Steven Meyers, ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi hjá RVK Studios Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi hjá Palomar Pictures Sindri Kjartansson, framleiðandi Skarphéðinn Guðmundsson, Dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV Sveinbjörn I. Baldvinsson, handritshöf. og fv. yfirmaður handritadeildar Norska kvikmyndaskólans Sveinn Kjartansson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrland Valdís Óskarsdóttir, klippari og leikstjóri Vera Sölvadóttir, handritshöfundur og leikstjóri Þorgeir Guðmundsson, fv. yfirmaður kvikmyndatækni hjá Tækniskólanum Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi og dreifiaðili Þór Tjörvi Þórsson, framleiðandi og fv. framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði. Skýrslan frá 2012 Árið 2012 lét þáverandi Menntamálaráðherra gera úttekt á stöðu kvikmyndamenntunar á Íslandi. Settur var saman stýrihópur erlendra og innlendra sérfræðinga sem hafði það hlutverk að móta heildstæða stefnu um kvikmyndanám í landinu og skilaði hópurinn af sér skýrslu þetta sama ár. Niðurstaða skýrslunnar var meðal annars sú að mjög brýnt væri að koma á fót kvikmyndadeild á háskólastigi sem legði ríka áherslu á frásögn og listræna þætti kvikmyndagerðar. Slíkri deild yrði best fyrirkomið innan veggja Listaháskóla Íslands. Þar væru allir innviðir til staðar til að reka nám á háskólastigi auk þess sem kvikmyndadeild myndi ýta undir samstarfsmöguleika við aðrar listrgreinar innan skólans. Þegar skýrslan kom út tóku margir í faginu henni fagnandi enda boðaði hún rökrétta leið til þess að takast á við það sem lengi hafði verið ábótavant varðandi kvikmyndamenntun í landinu. Fimm ár líða og ekkert gerist Árið 2017 furðuðu sig margir á að liðin væru fimm ár frá því að skýrslan kom út og enn hefði ekkert verið aðhafst í málinu. Kvikmyndamenntun á Íslandi var enn á sama stað og fimm árum áður. Í kjölfarið hófst samtal milli kvikmyndagerðarfólks um mikilvægi þess að hrinda hugmyndum skýrslunnar frá 2012 í framkvæmd - enda hefur kvikmyndanám á háskólastigi mikla þýðingu fyrir vöxt, framþróun og endurnýjun innan greinarinnar. Þá sætir það furðu margra að hér á landi sé boðið uppá háskólanám í öllum listgreinum nema kvikmyndagerð. Margir spyrja sig hvernig það megi vera þegar kvikmyndagerð er jafnstór listgrein hér á landi og raun ber vitni? Enda er kvikmyndamenntun á Íslandi langt á eftir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Haft var samband við Rektor LHÍ og varð strax ljóst að þar var mikill áhugi á að koma á fót kvikmyndadeild við skólann - enda höfðu slíkar hugmyndir lengi verið í deiglunni. Hópur kvikmyndagerðarfólks tók sig saman og skrifaði bréf þar sem skorað var á stjórnvöld að aðhafast í málinu og veita auknu fé til menntamála á sviði kvikmyndagerðar. Undir bréfið skrifuðu rúmlega 50 málsmetandi aðilar úr faginu sem sýndi fram á hversu víðtækan stuðning málið hafði innan geirans. Rétt er að halda því til haga að þessu ákalli var alls ekki beint til höfuðs Kvikmyndaskóla Íslands eða því starfi sem þar hefur verið unnið heldur var lagt til að stofnuð yrði ný deild sem byggði á annarri nálgun en þeirri sem KVÍ byggir sitt nám á. Í skýrslunni frá 2012 er lagt til að deildin við LHÍ ætti að vera lítil deild sem mikil samkeppni ríkti um og legði höfuðáherslu á listræna þætti kvikmyndagerðar. En eins og undirskriftirnar bera vott um telur yfirgnæfandi meirihluti áhrifafólks úr faginu að mikil þörf sé á slíkri deild. 2019: Fjármagni veitt til LHÍ Hæstvirtur Menntamálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir brást frábærlega við þessum áskorunum og veitti um 30 milljónum til LHÍ árið 2019 til þess að þróa og undirbúa kvikmyndadeild við skólann. Þar var samstundis hafist handa. Verkefnastjóri var ráðinn til starfa, settur var saman ráðgjafahópur sem samanstóð af sérfræðingum á sviði menntamála og kvikmyndagerðar, þá voru viðtöl tekin við yfir sjötíu aðila úr faginu auk þess sem komið var á dýrmætum tengslum við kvikmyndaskóla í nágrannalöndunum. Hafin var þróun á námsáætlun sem byggði á fagþekkingu og reynslu innlendra og erlendra aðila og miðuðu allar áætlanir að því að kennsla myndi hefjast haustið 2021. Þessari vinnu er nú lokið og hefur ítarlegri skýrslu um hana verið skilað til Menntamálaráðuneytisins. Kvikmyndastefna til 2030 Á sama tíma og fjármagni var veitt til LHÍ til að þróa undirbúning háskólanáms lét Hæstvirtur Menntamálaráðherra setja saman verkefnahóp til þess að móta stefnu stjórnvalda í málefnum kvikmyndagerðar til næstu tíu ára. Hópurinn var samsettur af fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs og er þetta í fyrsta sinn sem slík stefna er sett fram. Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld skuli setja fram heildstæða stefnu þar sem vel ígrundaðar tillögur eru kynntar um hvernig megi efla vöxt greinarinnar til langs tíma. Stefnan inniheldur fimm meginmarkmið og fjallar eitt þeirra um menntun á sviði kvikmyndagerðar en þar kemur meðal annars fram að koma eigi á fót námi í kvikmyndagerð á háskólastigi. Hins vegar kemur hvergi fram hvar reka eigi námið þótt talað sé um að stefnt sé að því að hefja kennslu haustið 2021. Nú er árið 2021 runnið upp og enn hafa engin svör fengist um hvort, hvar eða hvenær kennsla skuli hefjast. Tveir ólíkir kostir Eins og áður hefur komið fram var hugmyndunum um kvikmyndadeild við LHÍ aldrei beint gegn tilvist Kvikmyndaskóla Íslands. KVÍ hefur vissulega leikið ákveðið hlutverk við þróun kvikmyndamenntunar í landinu en hins vegar er sú stofnun í eðli sínu ekki til þess fallin að sinna þeirri tegund kvikmyndanáms á háskólastigi sem mikill meirihluti fagaðila styður og sérfræðingar stýrihópsins sem gerðu skýrsluna 2012 mæltu með. Einkum og sérílagi vegna þess að KVÍ er fyrirtæki í einkaeigu sem byggir afkomu sína á tekjum í formi skólagjalda og verður þar af leiðandi að ná til mun breiðari hóps nemenda en sú deild sem er í bígerð við LHÍ. Hugmyndin er að við LHÍ - sem er sjálfseignarstofnun sem ríkið stofnaði til - verði boðið uppá nám í lykilstöðum greinarinnar, s.s. leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippingu og yrðu fjórir nemendur teknir inn á hvert svið. Tekið yrði inn í námið tvö ár í röð en þriðja árinu sleppt. Heildarfjöldi nemenda yrði því á bilinu 36 - 40 á hverjum tíma. Við Kvikmyndaskóla Íslands eru 120 nemendur á fjórum sviðum þar sem nemendur eru teknir inn tvisvar á ári. Það gefur því auga leið að um deildina við LHÍ myndi ríkja mun meiri samkeppni og meiri forkröfur yrðu gerðar til nemenda. Nú viljum við alls ekki gera lítið úr nemendum KVÍ eða því starfi sem þar hefur verið unnið en eftir því sem minna hlutfall umsækjenda er tekið inn í nám, hljóta gæði nemenda að aukast. Einnig vegur þungt að hingað til hefur það ekki verið stefna stjórnvalda að fjölga háskólum í landinu frekar og því er erfitt að sjá fyrir sér að KVÍ fái slíka viðurkenningu. Eðlilegast er því að stofna kvikmyndadeild á háskólastigi innan LHÍ; viðurkenndrar háskólastofnunar sem stenst öll þau gæðaviðmið sem háskólar á Íslandi þurfa að standast. Þessar tvær stofnanir geta báðar vel þrifist, haft jákvæð áhrif hvor á aðra um leið og þær sinna ólíkum hlutverkum sínum. KVÍ á framhaldsskólastigi og LHÍ á háskólastigi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að í umræðu síðustu daga hefur komið fram að stjórnendur KVÍ hefðu leitað til LHÍ með það fyrir augum að nemendur KVÍ lykju tveimur árum á framhaldsskólastigi en tækju svo eitt ár við LHÍ á háskólastigi og brautskráðust þaðan með B.A. gráðu. Fyrirspurnin var tekin fyrir og samkvæmt sérfræðiáliti lögfræðings Menntamálaráðuneytisins og með vísan í handbók um gæði náms á háskólastigi var sú leið ekki fær þar sem hún samræmist ekki skilgreiningum á háskólanámi og kröfum sem til þess eru gerðar. Ekki er hægt að útskrifa nemendur með B.A. gráðu eftir að þeir hafi lokið tveggja ára námi á framhaldsskólastigi og einungis einu á háskólastigi. Stjórnendur KVÍ hafa útlistað sínar hugmyndir um nám á háskólastigi í fjölmiðlum á undanförnum misserum. Þeir hafa fullyrt að þeir ætli sér á háskólastig í samvinnu við Háskóla Íslands þar sem nemendum KVÍ gefst kostur á að taka þau tvö ár sem eru í boði við KVÍ og bæta svo við sig þriðja árinu með áföngum við H.Í. og útskrifast þannig með B.A. gráðu. Áhugavert væri að vita hvort þessar hugmyndir standast mat lögfræðinga Menntamálaráðuneytisins sem vísað er í hér að ofan og einnig hvort gagnkvæmur áhugi sé á slíku samstarfi innan H.Í.? Þess má geta í þessu sambandi að stjórnendur HÍ áttu frumkvæði að því að undirrita viljayfirlýsingu um samstarf við LHÍ fyrir skömmu. Þá er stjórnendum KVÍ tíðrætt um hversu margir fyrrum nemendur koma að kvikmyndaverkefnum á Íslandi. Það er frábært að fyrrum nemendur skuli skila sér útí bransann og þess hafa mörg okkar notið góðs af í okkar verkefnum. Hins vegar, sé litið til hversu margir fyrrum nemenda KVÍ eru í listrænum lykilstöðum innan kvikmyndaverkefna, kemur í ljós að það er aðeins brotabrot af þeim fjölda sem skólinn útskrifar. Þessi tölfræði ýtir enn frekar undir þörfina á lítilli deild sem býr til kvikmyndahöfunda eða þá aðila sem koma að stórum listrænum og/eða framleiðslulegum ákvörðunum innan kvikmyndaverkefna. Ekki tæki, heldur hugmyndir Á Íslandi eigum við fólk sem hefur menntað sig í bestu kvikmyndaskólum heims og flutt þá þekkingu með sér heim til Íslands. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið í gríðarlega mikilli sókn síðastliðinn áratug þannig að eftir því hefur verið tekið víðsvegar um heiminn. Þótt bakgrunnur kvikmyndagerðarfólks sé misjafn - og nám í kvikmyndaskóla sé engin ávísun á velgengni - þá er margt af því fólki sem best hefur gengið á alþjóðlegum vettvangi, fólk sem hefur farið utan og sótt sér bestu menntun sem völ er. Á Íslandi höfum við ekki sambærilegt nám og býðst erlendis. Þar erum við langt á eftir. Ef hlutirnir væru í lagi eins og staðan er nú, þá væri ekki verið að kalla eftir þessum breytingum. Það væri sorglegt ef stjórnvöld fylgdu ekki eftir þeim meðbyr sem kvikmyndadeild á háskólastigi við LHÍ hefur meðal mikils meirihluta fagaðila auk þess sem sú fjárfesting sem þegar hefur verið ráðist í við LHÍ yrði að engu. Kjarninn í kvikmyndadeild á háskólastigi á ekki að vera tækjabúnaður eða húsnæði - heldur hlýtur kjarni og slagkraftur slíkrar deildar að vera byggður á hugviti. Ari Kristinsson, kvikmyndagerðarmaður Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Ágúst Guðmundsson, leikstjóri hjá ÍsfilmÁsdís Thoroddsen, leikstjóri Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Anna Þóra Steinþórsdóttir, klippari, framleiðandi og leikstjóri Árni Ólafur Ásgeirsson, handritshöfundur og leikstjóri Baldvin Kári Sveinbjörnsson, framleiðandi Baldvin Z, leikstjóri og framleiðandi hjá Glass River Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi hjá RVK Studios Benedikt Erlingsson, handritshöfundur og leikstjóri Bergsteinn Björgúlfsson, ÍKS, formaður félags íslenskra kvikmyndatökustjóra Björn Þór Vilhjálmsson, greinarformaður kvikmyndafræða við H.Í. Börkur Sigþórsson, handritshöfundur og leikstjóri Dögg Mósesdóttir, varaformaður WIFT á Íslandi Elísabet Ronaldsdóttir, klippari Grímar Jónsson, framleiðandi hjá Netop Films Grímur Hákonarson, handritshöfundur og leikstjóri Guðný Halldórsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, handritshöfundur og leikstjóri Halldór Þorgeirsson, framleiðandi hjá Kvikmyndafélaginu Umba Helga Rakel Rafnsdóttir, framleiðandi, leikstjóri og fv. formaður WIFT á Íslandi Hlynur Pálmason, handritshöfundur og leikstjóri Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar Ingvar E. Sigurðsson, leikari Ísold Uggadóttir, handritshöfundur og leikstjóri Janus Bragi Jakobsson, leikstjóri heimildamynda Jóna Finnsdóttir, framleiðandi og fv. Deildarforseti hjá Kvikmyndaskóla Íslands Jóhann Ævar Grímsson, þróunarstjóri hjá Saga film Jonathan Devaney, yfirkennari Kvikmyndatækni við Tækniskólann Jörundur Arnarson, forstjóri Reykjavik IO og fv. Deildarforseti hjá KVÍ Kristín Jóhannesdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Magnús Viðar Sigurðsson, framleiðandi hjá RVK Studios Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Saga film Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda- og handritshöfunda Marteinn Þórsson, handritshöfundur og leikstjóri Nanna Kristín Magnúsdóttir, handritshöfundur, leikkona og leikstjóri Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundur og ráðgjafi hjá RÚV Óskar Þór Axelsson, handritshöfundur og leikstjóri Óskar Jónasson, handritshöfundur og leikstjóri Ragnar Bragason, handritshöfundur og leikstjóri Steven Meyers, ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi hjá RVK Studios Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi hjá Palomar Pictures Sindri Kjartansson, framleiðandi Skarphéðinn Guðmundsson, Dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV Sveinbjörn I. Baldvinsson, handritshöf. og fv. yfirmaður handritadeildar Norska kvikmyndaskólans Sveinn Kjartansson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrland Valdís Óskarsdóttir, klippari og leikstjóri Vera Sölvadóttir, handritshöfundur og leikstjóri Þorgeir Guðmundsson, fv. yfirmaður kvikmyndatækni hjá Tækniskólanum Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi og dreifiaðili Þór Tjörvi Þórsson, framleiðandi og fv. framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar