Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 20:46 Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að stutt sé í endurbætur á símasambandi á Skötufirði. Samsett Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“ Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“
Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30