Shaq handboltans ánægður með athyglina: „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi var valinn maður leiksins gegn Barein í fyrradag. Hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum. epa/Mohamed Abd El Ghany Fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta í Egyptalandi þekktu eflaust fáir hvorki haus né sporð á línumanninum Gauthier Mvumbi. Hann hefur hins vegar orðið ein af stjörnum HM. Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0. HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0.
HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira