„Þetta svíður svakalega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2021 16:40 Guðmundur var ekki sáttur með sóknarleik Íslands í dag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum. „Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
„Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30
„Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24
„Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24
Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05