Fótbolti

Víta­spyrna Al­freðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vítaspyrnan sem fór forgörðum í kvöld.
Vítaspyrnan sem fór forgörðum í kvöld. Sven Hoppe/Getty

Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir, einmitt af vítapunktinum, á þrettándu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Alfreð byrjaði á bekknum en kom inn á er átján mínútur voru eftir.

Augsburg fékk vítaspyrnu er stundarfjórðungur var eftir og fór íslenski landsliðsframherjinn á vítapunktinn en brást bogalistin. Skotið í stöngina.

Lokatölur 1-0 en Bayern með fjögurra stiga forskot á toppnum. Augsburg í tólfta sætinu, fjórum stigum frá umsspilssæti um fall.

Jón Daði Böðvarsson spilaði í 75 mínútur er Millwall vann 1-0 sigur á Huddersfield á útivelli í ensku B-deildinni í kvöld. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu en Millwall er í sextánda sætinu en Huddersfield er í því fjórtánda.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×