Hausar fjúka eftir kórónuveiruklúður tékkneska handboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 08:00 Jan Filip og Daniel Kubes þurftu báðir að taka pokann sinn. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ Það er ein allsherjar hreinsun í gangi hjá Tékkum í handboltanum eftir að liðið varð að segja sig úr heimsmeistaramótinu í handbolta sama dag og liðið átti að fljúga til Egyptalands. Tékkar áttu nefnilega að vera keppa á heimsmeistaramótinu í handbolta en ekkert varð af því vegna hópsmits innan liðsins. Liðið missti því af mótinu og nú hafa margir þurft að taka pokann sinn. Tékkar gáfu eftir sæti sitt og í stað þeirra kom Norður-Makedónía inn á mótið. Bandaríkin þurfti líka að gefa eftir sæti sitt vegna hópsmits hjá landsliði þeirra. Tékkneska handboltasambandið tilkynnti það að sambandið sé nú búið að reka landsliðsþjálfarann Jan Filip og aðstoðarmann hans Daniel Kubes. Auk þess hefur forseti sambandsins sagt af sér sem og þrír stjórnarmenn til viðbótar. BT Sport segir frá. Hópsmitið varð viku fyrir heimsmeistaramótið þegar átta leikmenn liðsins reyndust smitaðir við komuna til Færeyja þar sem liðið átti leik í undankeppni EM. Nokkrir leikmenn höfðu þá verið skildir eftir heima og einn af þeim var þegar smitaður. Það er enn óljóst hvað gerðist nákvæmlega hjá Tékkum en Tékkar sögðu brottrekstur þjálfarann koma til eftir rannsókn á því sem gerðist hjá liðinu. Jan Filip er einn farsælasti handboltamaður Tékka, lék 200 landsleiki og skoraði í þeim næstum því þúsund mörk. Hann var búinn að þjálfa landsliðið frá árinu 2014. Tékkneska sambandið segir að tékkneskur handbolti hafi hér orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessa máls og að ráðamenn hjá liðinu hafi ekki tekið kórónuveirufaraldurinn nógu alvarlega. Tisková zpráva Exekutivy SH ke v erej ímu usnesení na webu. TISKOVÁ ZPRÁVA: http://bit.ly/391FFoYPosted by eská Házená / Czech Handball on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 HM 2021 í handbolta Tékkland Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Tékkar áttu nefnilega að vera keppa á heimsmeistaramótinu í handbolta en ekkert varð af því vegna hópsmits innan liðsins. Liðið missti því af mótinu og nú hafa margir þurft að taka pokann sinn. Tékkar gáfu eftir sæti sitt og í stað þeirra kom Norður-Makedónía inn á mótið. Bandaríkin þurfti líka að gefa eftir sæti sitt vegna hópsmits hjá landsliði þeirra. Tékkneska handboltasambandið tilkynnti það að sambandið sé nú búið að reka landsliðsþjálfarann Jan Filip og aðstoðarmann hans Daniel Kubes. Auk þess hefur forseti sambandsins sagt af sér sem og þrír stjórnarmenn til viðbótar. BT Sport segir frá. Hópsmitið varð viku fyrir heimsmeistaramótið þegar átta leikmenn liðsins reyndust smitaðir við komuna til Færeyja þar sem liðið átti leik í undankeppni EM. Nokkrir leikmenn höfðu þá verið skildir eftir heima og einn af þeim var þegar smitaður. Það er enn óljóst hvað gerðist nákvæmlega hjá Tékkum en Tékkar sögðu brottrekstur þjálfarann koma til eftir rannsókn á því sem gerðist hjá liðinu. Jan Filip er einn farsælasti handboltamaður Tékka, lék 200 landsleiki og skoraði í þeim næstum því þúsund mörk. Hann var búinn að þjálfa landsliðið frá árinu 2014. Tékkneska sambandið segir að tékkneskur handbolti hafi hér orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessa máls og að ráðamenn hjá liðinu hafi ekki tekið kórónuveirufaraldurinn nógu alvarlega. Tisková zpráva Exekutivy SH ke v erej ímu usnesení na webu. TISKOVÁ ZPRÁVA: http://bit.ly/391FFoYPosted by eská Házená / Czech Handball on Miðvikudagur, 20. janúar 2021
HM 2021 í handbolta Tékkland Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira