Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 14:16 Saksóknarinnar Nicola Gratteri ræðir við blaðamenn. Hann segir 'Ndrangheta-mafíuna leitast eftir pólitískum áhrifum. AP/Valeria Ferraro Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. ‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum. Ítalía Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum.
Ítalía Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira