„Frakkar eru enn á toppnum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 13:01 Elvar Örn Jónsson með boltann í leiknum við Sviss á miðvikudag þar sem Ísland varð að sætta sig við tveggja marka tap. EPA-EFE/Petr Josek „Mér finnst við eiga séns í þá og við mætum auðvitað klárir og höfum alltaf trú á sjálfum okkur,“ segir Elvar Örn Jónsson um slaginn í dag við sigursælasta lið HM frá upphafi, Frakka. Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti