Davíð er 26 ára gamall og einn besti bakvörður landsins. Hann hefur leikið með Víkingi R. nær allan sinn feril, þar af sex tímabil í efstu deild, og hann varð bikarmeistari með liðinu árið 2019.
Samkvæmt upplýsingum Vísis freistuðu Íslandsmeistarar Vals þess einnig að fá Davíð í sínar raðir en hann hefur nú samið við Blika sem urðu í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Davíð á að baki 107 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk.
Þess má til gamans geta að faðir Davíðs, handboltamaðurinn Atli Hilmarsson, lék um hríð með Breiðabliki á sínum tíma.