Engin ein ákveðin skýring á slöku gengi Íslands á HM samkvæmt Ásgeiri Erni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 13:30 Ásgeir Örn er ekki bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leik kvöldsins hjá íslenska landsliðinu þar sem ógnarsterkt lið Frakklands bíður átekta. Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00