Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. janúar 2021 07:58 Google hótar að loka á þjónustu sína í Ástralíu en hefur samið við fréttamiðla í Frakklandi um greiðslur vegna aðgangs að efni þeirra. Getty/Valera Golovniov Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase. Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase.
Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira