Vekja athygli á aðstandendum og ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2021 11:00 Sýndu kraft í verki er ný herferð sem mun setja appelsínugulan ljóma á janúar. Kraftur „Sýnum kraft í verki“ er ný vitundarvakning á vegum Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið. „Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að krabbamein snertir ekki einungis þann sem greinist með krabbamein heldur fjölmarga í kringum hann þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga. Að meðaltali má segja að um sjö til tíu nánir aðstandendur standi að baki hverjum einstakling,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Til að styðja við starfsemi Krafts getur fólk gerst mánaðarlegir styrktaraðilar, sent inn staka styrki eða keypt íslenska „Lífið er núna“ húfu sem var framleidd fyrir átakið. „Heiða Nikita hannaði húfuna fyrir okkur og er hún framleidd af Varma í samstarfi við Ístex. Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að vera með íslenska hönnun og framleiðslu á þessum tímum og kemur húfan einstaklega vel út,“ segir Hulda. Húfan er til í svörtu og appelsínugulu og fæst í vefverslun Krafts, verslun og vefverslun Símans og í verslunum Geysis. www.lifidernuna.isKraftur Hvetja fólk til að sýna samstöðu Appelsínugulur ljómi mun ráða ríkjum í janúar þar sem Ráðhús Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Perlan og Hof á Akureyri verða lýst appelsínugul til að vekja fólk til umhugsunar um ungt fólk og krabbamein. Eins verður Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul þar sem einn viðmælandinn í herferðinni er þaðan. „Við hvetjum auk þess fólk til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum um það hvernig krabbamein hefur haft áhrif á það og sýna þannig samstöðu og hversu marga krabbamein snertir. Það er til að mynda hægt að fara inn á vefsíðuna okkar www.lifidernuna.is og fylla þar út form um hvernig krabbamein hefur haft áhrif á þig hvort sem þú ert faðir, móðir, vinkona, sonur og svo framvegis. Þeim upplýsingum geturðu svo deilt á Facebook með sérstakri mynd. Með því að því að deila sýnir þú samstöðu og færð sent til baka upplýsingar um þá þjónustu og stuðning sem gæti gagnast þér,“ segir Hulda að lokum. Lokahnykkur átaksins verður þann 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum. Þá verður settur upp flottur rafrænn viðburður með frábæru listafólki sem hægt verður að horfa á í gegnum netstreymi þar sem við miðlum til áhorfenda hvernig þeir geta styrkt starfið hjá Krafti. Viðburðurinn er í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur og verður nánar sagt frá honum síðar. Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10. janúar 2021 12:30 Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. 24. nóvember 2020 11:31 „Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 20. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið. „Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að krabbamein snertir ekki einungis þann sem greinist með krabbamein heldur fjölmarga í kringum hann þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga. Að meðaltali má segja að um sjö til tíu nánir aðstandendur standi að baki hverjum einstakling,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Til að styðja við starfsemi Krafts getur fólk gerst mánaðarlegir styrktaraðilar, sent inn staka styrki eða keypt íslenska „Lífið er núna“ húfu sem var framleidd fyrir átakið. „Heiða Nikita hannaði húfuna fyrir okkur og er hún framleidd af Varma í samstarfi við Ístex. Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að vera með íslenska hönnun og framleiðslu á þessum tímum og kemur húfan einstaklega vel út,“ segir Hulda. Húfan er til í svörtu og appelsínugulu og fæst í vefverslun Krafts, verslun og vefverslun Símans og í verslunum Geysis. www.lifidernuna.isKraftur Hvetja fólk til að sýna samstöðu Appelsínugulur ljómi mun ráða ríkjum í janúar þar sem Ráðhús Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Perlan og Hof á Akureyri verða lýst appelsínugul til að vekja fólk til umhugsunar um ungt fólk og krabbamein. Eins verður Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul þar sem einn viðmælandinn í herferðinni er þaðan. „Við hvetjum auk þess fólk til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum um það hvernig krabbamein hefur haft áhrif á það og sýna þannig samstöðu og hversu marga krabbamein snertir. Það er til að mynda hægt að fara inn á vefsíðuna okkar www.lifidernuna.is og fylla þar út form um hvernig krabbamein hefur haft áhrif á þig hvort sem þú ert faðir, móðir, vinkona, sonur og svo framvegis. Þeim upplýsingum geturðu svo deilt á Facebook með sérstakri mynd. Með því að því að deila sýnir þú samstöðu og færð sent til baka upplýsingar um þá þjónustu og stuðning sem gæti gagnast þér,“ segir Hulda að lokum. Lokahnykkur átaksins verður þann 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum. Þá verður settur upp flottur rafrænn viðburður með frábæru listafólki sem hægt verður að horfa á í gegnum netstreymi þar sem við miðlum til áhorfenda hvernig þeir geta styrkt starfið hjá Krafti. Viðburðurinn er í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur og verður nánar sagt frá honum síðar.
Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10. janúar 2021 12:30 Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. 24. nóvember 2020 11:31 „Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 20. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10. janúar 2021 12:30
Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. 24. nóvember 2020 11:31
„Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 20. ágúst 2020 09:30
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning