Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 11:32 Slökkviliðsmenn að störfum á Háskólatorgi í gær. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs sést aftast á mynd. Vísir/Egill Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans. Í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda í gær kemur fram að jarðhæðir Háskólatorgs og Gimli verði ónothæfar næstu mánuði. Hámu og Bóksölunni á Háskólatorgi var lokað í gær en voru opnaðar aftur í dag. Vonast var til að hægt yrði að opna Stúdentakjallarann á laugardag en það verður ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að hreinsunarstarf haldi áfram í skólanum í dag - mikið verk sé enn fyrir höndum. „Það er verið að vinna í að gera við búnað, svo sem eins og lyftur og reyna að koma rafmagni á, að minnsta kosti ljósarafmagni á bygginguna sem sló alveg út og skoða þann búnað sem bilaði í þessu flóði.“ Rektor háskólans sagðist í gær bjartsýnn á að tjónið, sem líklega hleypur á hundruð milljónum króna, fengist bætt. Kristinn segir að ekki sé komin skýrari mynd á umfang tjónsins frá því sem var í gær. „Við erum síðan að fara af stað í að meta tjónið í dag, fá til okkar sérfræðinga til að aðstoða okkur við það og síðan hefst bara uppbygging.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans. Í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda í gær kemur fram að jarðhæðir Háskólatorgs og Gimli verði ónothæfar næstu mánuði. Hámu og Bóksölunni á Háskólatorgi var lokað í gær en voru opnaðar aftur í dag. Vonast var til að hægt yrði að opna Stúdentakjallarann á laugardag en það verður ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að hreinsunarstarf haldi áfram í skólanum í dag - mikið verk sé enn fyrir höndum. „Það er verið að vinna í að gera við búnað, svo sem eins og lyftur og reyna að koma rafmagni á, að minnsta kosti ljósarafmagni á bygginguna sem sló alveg út og skoða þann búnað sem bilaði í þessu flóði.“ Rektor háskólans sagðist í gær bjartsýnn á að tjónið, sem líklega hleypur á hundruð milljónum króna, fengist bætt. Kristinn segir að ekki sé komin skýrari mynd á umfang tjónsins frá því sem var í gær. „Við erum síðan að fara af stað í að meta tjónið í dag, fá til okkar sérfræðinga til að aðstoða okkur við það og síðan hefst bara uppbygging.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08
Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58