Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2021 12:12 Guðmundur Felix og nýju handleggirnir. „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. „Flest ykkar hafið heyrt eitthvað af sögunni minni og mörg ykkar þekki ég persónulega, enda ekki stórt land og við erum mjög náin þjóð. Fyrir 23 árum síðan, 12. janúar 1998, þá missti ég báða handleggi í slysi rétt utan við Reykjavík. Og núna 23 árum síðar, 12. janúar 2021, upp á dag, fannst gjafi fyrir mig. Og ég fékk loksins hendurnar sem ég er búinn að bíða eftir og mjög mörg ykkar hafa fylgst með mér bíða eftir í ansi mörg ár. Mig langar rosalega að nota þetta tækifæri og sýna ykkur afraksturinn, eins og er í dag; núna er komin vika frá aðgerðinni og þetta lítur mjög vel út. Það segir ekki alla söguna, ég veit ekkert hvernig þessi aðgerð heppnaðist fyrr en eftir sirka þrjú ár. Því nú tekur við þriggja ára endurhæfing; taugarnar mínar þurf að vaxa út í handleggina og það er ekkert víst að ég geti notað þá tilf fulls. En þetta lítur samt strax betur út,“ segir Guðmundur Felix glaður. „Og mig langar að nota þetta tækifæri... mig langar að þakka... Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings íslensku þjóðarinnar. Þið þekki ðhvernig þessi saga hefur verið og ég væri ekki hérna ef ég hefði ekki fengið þann stuning sem ég þurfti þegar ég fann þessa karla í Frakklandi sem voru tilbúnir að veðja á mig. Og þið voruð til í að veðja á mig líka og mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir það.“ Guðmundur Felix segist munu setja inn fréttir á Facebook síðu sína og Instagram næstu vikur og ár fyrir þá sem vilja fylgjast með. „Annars bara sjáumst við þegar ég kemst heim. Takk.“ Heilbrigðismál Frakkland Vísindi Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22. janúar 2021 08:38 Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18. janúar 2021 23:41 Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. 16. janúar 2021 14:56 Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. 15. janúar 2021 12:05 Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. 14. janúar 2021 22:04 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
„Flest ykkar hafið heyrt eitthvað af sögunni minni og mörg ykkar þekki ég persónulega, enda ekki stórt land og við erum mjög náin þjóð. Fyrir 23 árum síðan, 12. janúar 1998, þá missti ég báða handleggi í slysi rétt utan við Reykjavík. Og núna 23 árum síðar, 12. janúar 2021, upp á dag, fannst gjafi fyrir mig. Og ég fékk loksins hendurnar sem ég er búinn að bíða eftir og mjög mörg ykkar hafa fylgst með mér bíða eftir í ansi mörg ár. Mig langar rosalega að nota þetta tækifæri og sýna ykkur afraksturinn, eins og er í dag; núna er komin vika frá aðgerðinni og þetta lítur mjög vel út. Það segir ekki alla söguna, ég veit ekkert hvernig þessi aðgerð heppnaðist fyrr en eftir sirka þrjú ár. Því nú tekur við þriggja ára endurhæfing; taugarnar mínar þurf að vaxa út í handleggina og það er ekkert víst að ég geti notað þá tilf fulls. En þetta lítur samt strax betur út,“ segir Guðmundur Felix glaður. „Og mig langar að nota þetta tækifæri... mig langar að þakka... Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings íslensku þjóðarinnar. Þið þekki ðhvernig þessi saga hefur verið og ég væri ekki hérna ef ég hefði ekki fengið þann stuning sem ég þurfti þegar ég fann þessa karla í Frakklandi sem voru tilbúnir að veðja á mig. Og þið voruð til í að veðja á mig líka og mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir það.“ Guðmundur Felix segist munu setja inn fréttir á Facebook síðu sína og Instagram næstu vikur og ár fyrir þá sem vilja fylgjast með. „Annars bara sjáumst við þegar ég kemst heim. Takk.“
Heilbrigðismál Frakkland Vísindi Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22. janúar 2021 08:38 Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18. janúar 2021 23:41 Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. 16. janúar 2021 14:56 Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. 15. janúar 2021 12:05 Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. 14. janúar 2021 22:04 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22. janúar 2021 08:38
Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18. janúar 2021 23:41
Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. 16. janúar 2021 14:56
Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. 15. janúar 2021 12:05
Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. 14. janúar 2021 22:04