Höfuðstór horrengla Guðmundur Gunnarsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun