Innlent

Töl­u­vert um há­vað­a­til­kynn­ing­ar vegn­a sam­kvæm­a

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan virðista hafa haft í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan virðista hafa haft í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst mikill fjöldi tilkynninga um læti frá partíum í nótt. Þær tilkynningar virðast hafa borist frá öllum hverfum borgarinnar og allt til korter í fimm í nótt, samkvæmt dagbók lögreglu.

Þá voru tveir einstaklingar handteknir í gærkvöldi eftir rán í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði einstaklingi verið hótað og hann krafinn um greiðslukort og farsíma. Málið er til rannsóknar.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og þar af reyndust einhverjir þegar hafa verið sviptir ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Einn leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð í nótt þegar hann lenti í vandræðum með farþega.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðbænum á sjötta tímanum í gær en önnur slík tilkynning barst úr verslun í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var til vandræða í verslun í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×