Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:58 Flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins segjast mjög ángæðir með störf ríkisstjórnarinnar. vísir/Friðrik Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta. Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira