Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:58 Flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins segjast mjög ángæðir með störf ríkisstjórnarinnar. vísir/Friðrik Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta. Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira