Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2021 12:54 Elísabet Gunnarsdóttir og Guðni Bergsson áttu í viðræðum árið 2018 og aftur nú í ársbyrjun, um að Elísabet tæki við kvennalandsliðinu í fótbolta. @kristianstadsdff og Vísir/Vilhelm „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. Elísabet kvaðst í viðtali við Fótbolta.net í dag vera „drullusvekkt“ yfir því að hafa ekki verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Nú bendir allt til þess að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fái starfið. Elísabet átti líkt og fleiri í viðræðum við KSÍ um starfið en setti fram þá kröfu að hún yrði áfram þjálfari Kristianstad í Svíþjóð út komandi keppnistímabil. Þar hefur Elísabet gert frábæra hluti en hún kom liðinu í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og var meðal annars valin þjálfari ársins á Íslandi, af Samtökum íþróttafréttamanna. Vildu ekki taka skref til baka „Við vorum á endanum ekki tilbúin að taka skrefið til baka og gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi. Um það snýst þetta mál. Það eru nokkur ár síðan að þetta starf var gert að fullu starfi. Eins miklar mætur og við höfum á Elísabetu, þó að við höfum rætt við fleiri umsækjendur eins og hún vissi, þá töldum við það ekki ásættanlegt [að hún þjálfaði félagslið á sama tíma],“ segir Guðni við Vísi í dag. Íslenska landsliðið vann sig inn á EM fyrir áramót, undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar sem svo sagði af sér. EM fer fram í Englandi sumarið 2022.vísir/vilhelm Elísabet kvaðst hafa átt tvo fundi með KSÍ og að hún hefði rætt við sambandið í tvær vikur, með það í huga að hún myndi þjálfa Kristianstad og landsliðið í ár en hætta svo hjá Kristianstad og taka alfarið við landsliðinu. Var þá ekki skýrt frá upphafi að dæmið gengi ekki upp? „Það er bara ekki við hæfi að fara út í viðræður við einstaka umsækjendur. Við ræddum við hana eins og aðra um hugmyndafræði, stöðu gagnvart starfinu og svo framvegis. Það var bara eðlilegur gangur í því,“ segir Guðni og bætir við: „Eftir að við höfðum rætt saman þá sögðum við að við þyrftum að fá hana í hundrað prósent starf til okkar. Það var niðurstaðan af okkar hálfu og hún var ekki tilbúin í það. Eins og alltaf þá verður niðurstaðan að henta báðum aðilum, eins og hún sagði líka sjálf. Þannig var það ekki í þessu tilviki. Við erum líka með aðra mjög góða umsækjendur og því var þetta niðurstaðan gagnvart henni.“ Segir verulegt álag á liðinu í ár þrátt fyrir faraldurinn En í ljósi þess að KSÍ hafði áhuga á Elísabetu, sem lengi hefur þótt afar álitlegur kostur fyrir landsliðið, var ekki hægt að sýna sveigjanleika í ljósi þess að minna álag er á landsliðinu í ár en oft áður, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins? EM í Englandi 2022 hlýtur að skipta mestu máli? „Það er verulegt álag. Við ætlum okkur að reyna eins og við getum í núverandi ástandi að spila þónokkuð af æfingaleikjum, við höfum hug á að byrja með U23-lið sem að frestaðist út af ástandinu á síðasta ári, og erum að byrja undankeppni HM í haust og ætlum okkur á HM. Verkefnin eru því ærin, og þau eru það væntanlega líka úti í Svíþjóð þar sem Elísabet hefur náð frábærum árangri og verður með lið sitt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu þess. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Við óskum Elísabetu velfarnaðar og væntum þess að hún komi af fullum krafti þegar þar að kemur, í íslenska fótboltann. Við hlökkum öll til að fá hana til Íslands,“ segir Guðni. Búseta skipti ekki máli Þetta er í annað sinn sem að Guðni ræðir við Elísabetu um að taka við starfi landsliðsþjálfara. Áður en Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018 átti Elísabet nefnilega í viðræðum um að taka við starfinu. Hún sagði eftir á að þær hefðu strandað á því að KSÍ teldi æskilegt að þjálfarinn væri búsettur á Íslandi. Guðni segir það ekki hafa skipt máli, hvorki þá né nú: „Það var ekki frágangssök að hún væri búsett erlendis. Það skipti ekki máli, heldur það að hún væri í öðru starfi. Ég ætla ekki að fara að tjá mig um hvað hún sagði fyrir einhverjum árum. Við teljum bara að það sé fullt starf að vera landsliðsþjálfari kvenna. Það er kjarni málsins.“ Guðni kvaðst vongóður um að nýr landsliðsþjálfari kvenna yrði kynntur mjög fljótlega. KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Elísabet kvaðst í viðtali við Fótbolta.net í dag vera „drullusvekkt“ yfir því að hafa ekki verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Nú bendir allt til þess að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fái starfið. Elísabet átti líkt og fleiri í viðræðum við KSÍ um starfið en setti fram þá kröfu að hún yrði áfram þjálfari Kristianstad í Svíþjóð út komandi keppnistímabil. Þar hefur Elísabet gert frábæra hluti en hún kom liðinu í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og var meðal annars valin þjálfari ársins á Íslandi, af Samtökum íþróttafréttamanna. Vildu ekki taka skref til baka „Við vorum á endanum ekki tilbúin að taka skrefið til baka og gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi. Um það snýst þetta mál. Það eru nokkur ár síðan að þetta starf var gert að fullu starfi. Eins miklar mætur og við höfum á Elísabetu, þó að við höfum rætt við fleiri umsækjendur eins og hún vissi, þá töldum við það ekki ásættanlegt [að hún þjálfaði félagslið á sama tíma],“ segir Guðni við Vísi í dag. Íslenska landsliðið vann sig inn á EM fyrir áramót, undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar sem svo sagði af sér. EM fer fram í Englandi sumarið 2022.vísir/vilhelm Elísabet kvaðst hafa átt tvo fundi með KSÍ og að hún hefði rætt við sambandið í tvær vikur, með það í huga að hún myndi þjálfa Kristianstad og landsliðið í ár en hætta svo hjá Kristianstad og taka alfarið við landsliðinu. Var þá ekki skýrt frá upphafi að dæmið gengi ekki upp? „Það er bara ekki við hæfi að fara út í viðræður við einstaka umsækjendur. Við ræddum við hana eins og aðra um hugmyndafræði, stöðu gagnvart starfinu og svo framvegis. Það var bara eðlilegur gangur í því,“ segir Guðni og bætir við: „Eftir að við höfðum rætt saman þá sögðum við að við þyrftum að fá hana í hundrað prósent starf til okkar. Það var niðurstaðan af okkar hálfu og hún var ekki tilbúin í það. Eins og alltaf þá verður niðurstaðan að henta báðum aðilum, eins og hún sagði líka sjálf. Þannig var það ekki í þessu tilviki. Við erum líka með aðra mjög góða umsækjendur og því var þetta niðurstaðan gagnvart henni.“ Segir verulegt álag á liðinu í ár þrátt fyrir faraldurinn En í ljósi þess að KSÍ hafði áhuga á Elísabetu, sem lengi hefur þótt afar álitlegur kostur fyrir landsliðið, var ekki hægt að sýna sveigjanleika í ljósi þess að minna álag er á landsliðinu í ár en oft áður, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins? EM í Englandi 2022 hlýtur að skipta mestu máli? „Það er verulegt álag. Við ætlum okkur að reyna eins og við getum í núverandi ástandi að spila þónokkuð af æfingaleikjum, við höfum hug á að byrja með U23-lið sem að frestaðist út af ástandinu á síðasta ári, og erum að byrja undankeppni HM í haust og ætlum okkur á HM. Verkefnin eru því ærin, og þau eru það væntanlega líka úti í Svíþjóð þar sem Elísabet hefur náð frábærum árangri og verður með lið sitt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu þess. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Við óskum Elísabetu velfarnaðar og væntum þess að hún komi af fullum krafti þegar þar að kemur, í íslenska fótboltann. Við hlökkum öll til að fá hana til Íslands,“ segir Guðni. Búseta skipti ekki máli Þetta er í annað sinn sem að Guðni ræðir við Elísabetu um að taka við starfi landsliðsþjálfara. Áður en Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018 átti Elísabet nefnilega í viðræðum um að taka við starfinu. Hún sagði eftir á að þær hefðu strandað á því að KSÍ teldi æskilegt að þjálfarinn væri búsettur á Íslandi. Guðni segir það ekki hafa skipt máli, hvorki þá né nú: „Það var ekki frágangssök að hún væri búsett erlendis. Það skipti ekki máli, heldur það að hún væri í öðru starfi. Ég ætla ekki að fara að tjá mig um hvað hún sagði fyrir einhverjum árum. Við teljum bara að það sé fullt starf að vera landsliðsþjálfari kvenna. Það er kjarni málsins.“ Guðni kvaðst vongóður um að nýr landsliðsþjálfari kvenna yrði kynntur mjög fljótlega.
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25