Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2021 23:54 Sóttvarnalæknir og landlæknir segja mikilvægt að vera áfram á varðbergi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42