Íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 20:14 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið er sagt íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins eftir að AstraZeneca greindi frá töfum í framleiðslu á föstudag. Búist var við hundrað milljónum skammta til aðildarríkja á fyrsta ársfjórðungi, en útlit er fyrir að aðeins helmingur þess skili sér á þeim tíma. The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15