Þreytt og komin með nóg Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 26. janúar 2021 08:00 Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun