Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar 3. nóvember 2025 13:00 Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun