Segist vanur brekkunum og hefur engar áhyggjur Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. janúar 2021 11:32 Ásmundur Einar Daðason er klár í baráttuna um atkvæðin í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segist engar áhyggjur hafa af því að Framsóknarflokkurinn mælist ekki með einn þingmann í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú. Um er að ræða niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofuna sem fjalla var um í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sækist áfram eftir því að vera oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Þá hefur Ásmundur Einar, lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður en hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hvorugt þeirra næði inn á þing ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri könnuninni. „Ég er nú vanur því að glíma við brekkur. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það er langt til kosninga. Við höfum unnið gott starf. Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og er viss um að þetta mun breytast eftir því sem tímanum vindur fram,“ segir Ásmundur Einar. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa horfið frá því sem mætti telja öruggu þingsæti sem þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og taka slaginn í Reykjavík. „Alls ekki. Við höum verið að ráðast í róttækar breytingar á þessu kjörtímabili í þeim málaflokkum sem ég hef unnið í. Ég vil sjá enn stærri breytingar og þegar við förum að ræða þær þá er ég sannfærður um að það mun leggjast í góðan jarðveg hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Nefnir Ásmundur stórar kerfisbreytingar í málefnum barna og í húsnæðismálum. Hann vilji enn stærri breytingar. „Ég vil sjá almennar kerfisbreytingar sem eru á þessum meyði sem við höfum verið að vinna að. Setja venjulegt fólk í fyrsta sæti.“ Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. 26. janúar 2021 09:13 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. 24. janúar 2021 18:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sækist áfram eftir því að vera oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Þá hefur Ásmundur Einar, lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður en hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hvorugt þeirra næði inn á þing ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri könnuninni. „Ég er nú vanur því að glíma við brekkur. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það er langt til kosninga. Við höfum unnið gott starf. Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og er viss um að þetta mun breytast eftir því sem tímanum vindur fram,“ segir Ásmundur Einar. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa horfið frá því sem mætti telja öruggu þingsæti sem þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og taka slaginn í Reykjavík. „Alls ekki. Við höum verið að ráðast í róttækar breytingar á þessu kjörtímabili í þeim málaflokkum sem ég hef unnið í. Ég vil sjá enn stærri breytingar og þegar við förum að ræða þær þá er ég sannfærður um að það mun leggjast í góðan jarðveg hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Nefnir Ásmundur stórar kerfisbreytingar í málefnum barna og í húsnæðismálum. Hann vilji enn stærri breytingar. „Ég vil sjá almennar kerfisbreytingar sem eru á þessum meyði sem við höfum verið að vinna að. Setja venjulegt fólk í fyrsta sæti.“
Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. 26. janúar 2021 09:13 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. 24. janúar 2021 18:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. 26. janúar 2021 09:13
Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30
Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. 24. janúar 2021 18:51