Áskoranir til framtíðar Kristín Völundardóttir skrifar 26. janúar 2021 14:00 Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar